Fréttir


Fréttir

Vilt þú giska á fjölda Vatnsdalshóla?

Vatnsdalshólar, Facebookleikur, Hólar, Fjöldi hóla, Leikur, Landinn

12.10.2018

Viltu taka þátt í skemmtilegum leik og giska á hversu margir Vatnsdalshólarnir eru? Verðlaun verða veitt fyrir rétt svar eða sem næst réttu svari. Í verðlaun eru Bose, quiet comfort 35 II, þráðlaus heyrnartól. Hægt er að skrá svör á Facebooksíðu EFLU. 

  • Vatnsdalshólar og EFLA
    Vatnsdalshólar í Austur-Húnavatnssýslu.

Til þessa hafa Vatnsdalshólar verið álitnir meðal þriggja óteljandi náttúrufyrirbæra á Íslandi. EFLU lék forvitni á að vita hvort hægt væri að nota nýjustu tækni og greiningarmöguleika í landupplýsingakerfum til að telja hólana. Niðurstöður talningarinnar, byggðar á ákveðnum forsendum, verða gefnar upp í Landanum á RÚV sunnudaginn 21. október kl. 19:45.

Gagnvirkur leikur

EFLA hefur útbúið gagnvirkan Vatnsdalshólaleik þar sem hægt er að ferðast um svæðið og kasta niður stikum til að telja hólana. Ef þú hefur áhuga á að prófa leikinn þarf að hlaða leiknum niður á borð- eða fartölvu. Leikurinn virkar á Windows tölvur.

Smelltu á rauða kassann til að hlaða niður leiknum.

Vatnsdalshólaleikur 

Landlíkan á vefnum

Ef þú vilt ekki hlaða niður leiknum er hægt að skoða neðangreint landlíkan af Vatnsdalshólasvæðinu. Til að skoða svæðið er smellt á líkanið og það opnað í „full screen“. Hægt er að nota músina til að skoða Vatnsdalshólana, gott er að halda músarhnappinum í miðjunni niðri til að færa sig á milli svæðanna. 

Hvernig tekur þú þátt?

Til þess að taka þátt í leiknum skráir þú svar í athugasemdakerfi leiksins á Facebooksíðu eða Instagramsíðu EFLU. 

Reglur Vatnsdalshólaleiks 

Ef fleiri en einn þátttakandi verður með rétt svar er dregið um hver fær vinninginn, Bose þráðlaus heyrnartól. Leikurinn hefst 12. október og lýkur laugardaginn 20. október. Talning Vatnsdalshóla verður uppljóstruð í sjónvarpsþætti Landans sunnudaginn 21. október. Öllum er heimilt að taka þátt í leiknum en starfsmenn EFLU geta ekki unnið til verðlauna í leiknum. Eingöngu er hægt að skrá svör í athugasemdakerfi á Facebook eða Instagramsíðu EFLU.

Tengdar fréttir

Eru Vatnsdalshólar óteljandi?

Niðurstöður talningar á Vatnsdalshólum

Verkefnalýsing - Talning Vatnsdalshóla