Jarðstrengir

Lagnir á jarðstrengi, Lagnir jarðstrengs, Jarðstrengslagnir

EFLU býður upp á alhliða ráðgjöf varðandi undirbúning, hönnun og framkvæmd jarðstrengslagna á öllum spennustigum. 


Sérfræðingar EFLU búa yfir alhliða þekkingu og víðtækri reynslu í undirbúningi og hönnun á jarðstrengslögnum við breytilegar og oft mjög krefjandi umhverfisaðstæður.

Tengiliðir

Þekking og reynsla EFLU byggist m.a. athugunum á umhverfisaðstæðum, kerfisrannsóknum, raffræðilegum greiningum, o.fl.

EFLA leitast ávallt við að finna öruggar og hagkvæmar lausnir fyrir öll verkefni og hanna jarðstrengslagnir með hag náttúru og samfélags að leiðarljósi með því að lágmarka áhættu við framkvæmd og rekstur.

Jarðstrengslögnum fjölgar á landinu

Jarðstrengjum á Íslandi fer ört fjölgandi. Oft er um að ræða tengingar vegna nýrra notenda eða vegna styrkingar rafkerfisins en einnig er talsvert um að jarðstrengir séu lagðir í stað loftlína sem fyrir voru, sérstaklega á lægri spennustigum. 

EFLA hefur komið að undirbúningi og hönnun fjölmargra jarðstrengslagna, m.a. Fitjalínu 2 (132 kV), Nesjavallalínu 2 (132 kV), Selfosslínu 3 (66 kV), Hellulínu 2 (66 kV) og Grundarfjarðarlínu 2 (66 kV).

Á meðal þjónustusviða eru

 • Mat á umhverfisáhrifum (MÁU)
 • Umsjón skipulags- og leyfismála, samskipti við hagsmunaaðila
 • Jarðvegsrannsóknir
 • Skilgreining hönnunarforsenda
 • Raffræðileg hönnun
 • Hönnun jarðvinnu
 • Áætlanagerð
 • Kostnaðaráætlanir
 • Gerð útboðsgagna fyrir kaup á búnaði
 • Gerð útboðsgagna fyrir jarðvinnu og útdrátt
 • Aðstoð við samningagerð
 • Ráðgjöf á framkvæmdatíma
 • Verkeftirlit
 • Áhættugreiningar

Af hverju ætti ekki að leggja alltaf jarðstreng í stað loftlínu?

Ástæðurnar geta verið bæði kostnaðarlegar og tæknilegar. Ein helsta tæknilega ástæðan er sú að notkun jarðstrengja í raforkukerfinu felur í sér rekstrarlegar áskoranir vegna þéttaeiginleika strengja, sem er margfalt meiri en í loftlínum. Þéttar framleiða svokallað launafl sem raforkukerfið þarfnast í litlum mæli, en launafl veldur flutningsminnkun og getur valdið óstöðugleika í raforkukerfinu ef það verður of mikið.

Launaflsframleiðsla jarðstrengja er í réttu hlutfalli við rekstrarspennuna í öðru veldi og því eykst vandamálið verulega með vaxandi spennu. Hægt er að gera ráðstafanir til að eyða launaflinu upp að ákveðnu marki, en það er kostnaðarsamt. Þegar við bætist að stofnkostnaður við jarðstrengslögn er yfirleitt meiri en við loftlínu og að munurinn eykst með vaxandi spennu verður jarðstrengslögn á hærri spennu varla raunhæfur kostur nema í undantekningartilfellum.

Er rekstraröryggi jarðstrengja meira en loftlína?

Bilanatíðni jarðstrengja er almennt minni en loftlína, en á móti kemur að viðgerðartími jarðstrengja er lengri. Skoða þarf hverju sinni hvaða áhrif þetta hefur á rekstraröryggi.

Hvað er launafl?

Erfitt er að útskýra launafl í fáum orðum. Hér verður látið nægja að birta neðangreinda mynd og segja að „sýndarafl“ (S) skiptist í „raunafl“ (P) og „launafl“ (Q). Raunaflið er það sem skilar hinni eiginlegu vinnu en sum tæki þurfa einnig eitthvað af launafli, til dæmis mótorar. Finna má fjölmargar vefsíður á Internetinu sem útskýra þetta nánar, t.d. með því að leita að "reactive power"

793px-Cmplxpower.svg

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei