Loftlínur
Háspennulínur, Hönnun loftlína, Hönnun háspennulína, Háspennuloftlína, Háspennuloftlínur, Línuleiðir, Línur
EFLA hefur áratuga reynslu af hönnun háspennulína og hefur unnið verkefni á því sviði í yfir 30 löndum.
Sérfræðingar EFLU veita alhliða ráðgjöf á sviði hönnunar háspennulína.
Tengiliðir
Egill Þorsteins Byggingarverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6067 / +354 665 6067 Netfang: egill.thorsteins@efla.is Reykjavík
Steinþór Gíslason Byggingarverkfræði M.Sc. Sími: +354 412 6200 / +354 665 6200 Netfang: steinthor.gislason@efla.is Reykjavík
EFLA hefur á að skipa mjög hæfu starfsfólki með mikla reynslu af hönnun háspennulína víða um heim og er náið samstarf milli allra sérfræðinga sem koma að hönnun háspennulína.
Hjá okkur starfar samhentur hópur með breiða þekkingu sem nýtist vel í þeim verkefnum á sviði loftlína sem EFLA tekst á hendur.
Áralöng reynsla og öflug þekking
Sérstaða EFLU er áralöng reynsla og breið þekking á öllum þáttum er lúta að hönnun háspennulína. Starfsmönnum er mjög umhugað um að loftlínumannvirki falli sem best að umhverfi sínu til að sem breiðust sátt náist um nýframkvæmdir.
Á meðal þjónustusviða eru
- Val á línuleiðum og staursetning
- Raffræðileg hönnun
- Burðarþolshönnun
- Jarðtæknileg hönnun og rannsóknir
- Mat á umhverfisáhrifum
- Gerð útboðsgagna og eftirfylgni
- Framkvæmdaeftirlit og eftirlit með framleiðslu
- Þróun nýrra mastragerða
- Landlíkön og sýnileikagreining 2D/3D
- Myndræn framsetning raforkumannvirkja á myndum og myndböndum
- Kostnaðargreining
- Framkvæmda- og straumleysisáætlanir
- Uppfærsla eldri háspennulína (endurnýjun og flutningsaukning)
- Áhættumat vegna framkvæmda og reksturs
- Veðurfarslegar rannsóknir og ákvörðun hönnunarforsenda
- Viðhald raforkumannvirkja og líftímagreiningar