Orkuspá

Raforkunotkun, Jarðvarmanotkun, Jarðefnaeldsneytisnotkun, Orkuspárnefnd,

Starfsmenn EFLU hafa mikla reynslu af gerð spáa um notkun raforku, jarðvarma og jarðefnaeldsneytis. EFLA hefur verið helsti ráðgjafi orkuspárnefndar í yfir 30 ár.


Orkuspárnefnd er samstarfsvettvangur nokkurra helstu fyrirtækja, stofnana og samtaka í orkuiðnaðinum hér á landi auk Hagstofu Íslands og Þjóðskrár. 

Tengiliðir

Orkuspárnefnd hefur starfað í um 40 ár og á því tímabili hefur hún gefið út fjölmargar orkuspár um alla orkugjafa sem notaðir eru á Íslandi. 

Raforkuspárnar hafa einungis náð til almenna markaðarins og þeirrar  stóriðju sem ákvarðanir hafa verið teknar um. Varðandi langtíma­uppbyggingu stóriðju og áhrif hennar á raforkukerfið eru gjarnar settar upp sviðsmyndir til viðbótar raforkuspánni.

Mikilvægur þáttur í rekstri orkufyrirtækja

Við áætlanagerð orkufyrirtækja er mikilvægt að fyrir liggi spá um orkunotkun. Orkuspár nýtast einnig við stefnumótun stjórvalda og eru m.a. mikilvægar gerð aðgerðaáætlana í loftslagsmálum.

Verkefni

Á meðal þjónustusviða eru

  • Gerð spálíkana
  • Úrvinnsla hagstærða
  • Úrvinnsla orkutalana
  • Sviðsmyndagerð

Hvernig hafa spár orkuspárnefndar staðist?

Á undanförnum áratugum hafa spár nefndarinnar staðist vel og t.d. náði spá frá 1985 til ársins 2015 og reyndist notkunin það ár vera nánast sú sama og spáð var árið 1985.

Tengd þjónusta



Var efnið hjálplegt? Nei