Orkuspá
Raforkunotkun, Jarðvarmanotkun, Jarðefnaeldsneytisnotkun, Orkuspárnefnd,
Starfsmenn EFLU hafa mikla reynslu af gerð spáa um notkun raforku, jarðvarma og jarðefnaeldsneytis. EFLA hefur verið helsti ráðgjafi orkuspárnefndar í yfir 30 ár.
Orkuspárnefnd er samstarfsvettvangur nokkurra helstu fyrirtækja, stofnana og samtaka í orkuiðnaðinum hér á landi auk Hagstofu Íslands og Þjóðskrár.
Tengiliðir
Ágústa Steinunn Loftsdóttir Eðlisfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6242 / +354 862 4920 Netfang: agusta.loftsdottir@efla.is Reykjavík
Ingvar Júlíus Baldursson Rafmagnstæknifræði B.Sc. Sími: +354 412 6125 / +354 665 6125 Netfang: ingvar.baldursson@efla.is Reykjavík
Orkuspárnefnd hefur starfað í um 40 ár og á því tímabili hefur hún gefið út fjölmargar orkuspár um alla orkugjafa sem notaðir eru á Íslandi.
Raforkuspárnar hafa einungis náð til almenna markaðarins og þeirrar stóriðju sem ákvarðanir hafa verið teknar um. Varðandi langtímauppbyggingu stóriðju og áhrif hennar á raforkukerfið eru gjarnar settar upp sviðsmyndir til viðbótar raforkuspánni.
Mikilvægur þáttur í rekstri orkufyrirtækja
Við áætlanagerð orkufyrirtækja er mikilvægt að fyrir liggi spá um orkunotkun. Orkuspár nýtast einnig við stefnumótun stjórvalda og eru m.a. mikilvægar gerð aðgerðaáætlana í loftslagsmálum.
Á meðal þjónustusviða eru
- Gerð spálíkana
- Úrvinnsla hagstærða
- Úrvinnsla orkutalana
- Sviðsmyndagerð
Hvernig hafa spár orkuspárnefndar staðist?
Á undanförnum áratugum hafa spár nefndarinnar staðist vel og t.d. náði spá frá 1985 til ársins 2015 og reyndist notkunin það ár vera nánast sú sama og spáð var árið 1985.