Vindorka

Endurnýjanleg orka, Vindur, Vindmælingar, Vindmylla, Vindmyllur

Vindur er ein helsta uppspretta endurnýjanlegrar orku og auðlind sem æ fleiri þjóðir snúa sér að í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti. 


EFLA býður upp á heildarþjónustu á sviði vindorku allt frá staðarvali og mati á hagkvæmni til lokahönnunar og framkvæmdaeftirlits. 


Sérfræðingar EFLU búa yfir alhliða þekkingu og víðtækri reynslu í að meta hagkvæmni svæða og leggja til hentugar staðsetningar til vindmælinga.

Tengiliður


Nýting vindorku hefur á undanförnum árum farið ört vaxandi. Einn helsti kostur vindorku er sá að umhverfisáhrif eru tiltölulega lítil og nánast algjörlega afturkræf. Raforkuvinnsla á Íslandi er að stórum hluta í vatnsaflsvirkjunum en samlegðaráhrif vatnsafls og vindorku eru mikil vegna þess hversu ólíkir eiginleikar þessara orkugjafa eru.

Sérfræðingar EFLU búa yfir mikilli þekkingu á hönnun mannvirkja, mati á hljóðvistaráhrifum, sýnileikaáhrifum og skuggaflökti, framkvæmd vistferilgreininga og mati á umhverfisáhrifum.

Hagsmunir náttúru og samfélags

EFLA leitast við að finna öruggar og hagkvæmar lausnir fyrir öll verkefni og hanna vindorkumannvirki með hag náttúru og samfélags að leiðarljósi með því að lágmarka áhættu við framkvæmd og rekstur.

Á meðal þjónustusviða eru

 • Verkefnastjórnun og áhættustýring
 • Kostnaðaráætlanir, gæða- og tímastjórnun
 • Staðarval og hagkvæmni athuganir
 • Ráðgjöf um mælingar og búnað
 • UHÖ, MÁU og vistferilgreiningar
 • Mat sýnileika, ásýndar og skuggaflökts
 • Hljóðstig og áhrif á hljóðvist
 • Jarðfræðilegar rannsóknir og jarðskjálftaathuganir
 • Mat á orkugetu
 • Uppröðun vindmylla og áætlað framleiðslutap
 • Tenging innan vindmyllugarðs
 • Tengingar við flutningskerfi
 • Hönnun undirstaða og vega
 • Frumhönnun og verkhönnun
 • Gerð útboðsgagna
 • Lokahönnun
 • Stjórnun framkvæmda og eftirlit á verkstað

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei