Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga

Húsnæðisáætlun, Sveitarfélög, Húsnæðismál

Nú hafa stjórnvöld sett fram kröfur á sveitarfélög um að skila húsnæðisáætlunum til að varpa ljósi á stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu. Húsnæðisáætlunin þarf að taka tillit til næstu fjögurra og átta ára í senn ásamt því að uppfæra þarf áætlunina árlega.


Húsnæðisáætlun er heildstæð samantekt á stöðu húsnæðismála í sveitarfélögum og tekur á félagslegum, hagrænum og skipulagslegum þáttum. 

Tengiliðir

Öflug reynsla EFLU við gerð áætlana

Hjá EFLU starfa sérfræðingar á sviði skipulagmála og hagfræði sem hafa komið að gerð slíkra áætlana auk fjölda annarra mála sem snúa að þróun og uppbyggingu á sviði skiplags ásamt hagfræðilegum greiningum og áætlunum. Þar sem um nýnæmi er að ræða hefur mikil reynsla skapast innan EFLU af gerð áætlana af þessu tagi, en áhersla hefur verið á að uppfylla kröfur Íbúðalánasjóðs og móta framsetningu þeirra í samvinnu við Íbúðalánasjóð sem heldur utan um verkefnið fyrir hönd ríkisins.

Reykjavik_mailchimp

Húsnæðisáætlun sett fram með skýrum hætti

Í húsnæðisáætlun er greind staða húsnæðismála í sveitarfélaginu, bæði á almennum markaði og félagslegu húsnæði. Meðal annars er tekin saman mannfjöldaþróun og spá, rýnt í fjölskyldugerð og fyrirhugaða uppbyggingu. Stuðst er við ýmis gögn við gerð áætlunarinnar m.a. frá Hagstofu Íslands, Íbúðalánasjóð og sveitarfélögunum sjálfum.

Húsnæðisáætlunin er sett fram með skýrum hætti til þess að auðvelda sveitarfélögunum að leita eftir upplýsingum og nýta sér þær við áætlanagerð og stefnumörkun. Í framtíðinni verður gerð sú krafa á sveitarfélög að húsnæðisáætlun fylgi umsóknum um stofnframlög og því munu þau sveitarfélög standa betur að vígi sem unnið hafa þessa vinnu.

Næstu skref

EFLA býður sveitarfélögum upp á að fræðast enn frekar um húsnæðisáætlun og í kjölfarið getum við undirbúið kostnaðar- og verkáætlun húsnæðisáætlunar fyrir hönd sveitarfélagsins.


Var efnið hjálplegt? Nei