Landslags- og garðyrkjutækni

Uppbygging og rekstur opinna svæða, Græn svæði, Garðyrkja, Landslagshönnun, Landslagsarkitekt

Við hönnun og uppbyggingu grænna svæða er mikilvægt að efni og tegundir séu valin með hliðsjón af þeim tilgangi sem svæðinu er ætlað að uppfylla og álagi. 


Hjá EFLU starfa sérfræðingar sem veita ráðgjöf varðandi hönnun, uppbyggingu og rekstur opinna og grænna svæða.

Tengiliðir

Að mörgu er að huga við hönnun grænna og opinna svæða. Skipuleggja þarf rekstur, umhirðu og viðhald strax á hönnunarstigi til að tryggja að endanlegt útlit og heilbrigði gróðurs samræmist ástandskröfum og viðmiðum. 

Einnig er mikilvægt að taka mið af líffræðilegum þörfum þeirra gróðurtegunda sem á að gróðursetja til að hámarka kröfur um útlit, heilbrigði og líftíma. 

Í framkvæmdunum þarf að tryggja fagleg vinnubrögð meðal annars með vönduðum gæða-, efnis- og verklýsingum. Einnig þarf eftirfylgni að vera fagleg, meðal annars verk- og gæðaeftirlit.

Rétt uppbygging eykur endingartíma

Rétt uppbygging og umhirða grænna svæða dregur úr viðhaldskostnaði og eykur endingartíma svæðanna.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Hönnun skóla- og leikskólalóða
  • Hönnun knattspyrnuvalla
  • Skipulag og hönnun opinna svæða
  • Skipulag umhirðu golf- og knattspyrnuvalla
  • Verkeftirlit með ýmsum hönnunar- og viðhaldsverkefnum
  • Ástandsskoðanir grænna svæða
  • Öryggisskoðanir leiksvæða
  • Hönnun ofanvatnslausna
  • Hönnun beða fyrir borgartré
  • Rannsóknir á ástandi götutrjáa

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei