Landslagsarkitektúr

Landslagshönnun, Arkitektur, Hönnun lands,

Undir landslagsarkitektúr fellur öll meðferð og mótun lands, allt frá skipulagi stærri svæða, skipulagsuppdráttum og yfir í hönnun á manngerðu umhverfi. Með góðri landslaghönnun er stuðlað að því að auðga umhverfið með notagildi, fagurfræði og sjálfbærni í huga. Vönduð hönnun skilar sér í markvissum framkvæmdum og sparnaði þegar að upp er staðið. 


Þverfagleg ráðgjöf EFLU gerir það að við getum veitt heildarlausnir við vinnslu verkefna í nánu samstarfi við verkkaupa.

Tengiliðir

Hjá EFLU starfa snjallir og reynslumiklir landslagsarkitektar sem hafa komið að fjölmörgum verkefnum á sviði hönnunar, landmótunar og skipulags. Lögð er mikil áhersla á gott samstarf og teymisvinnu með arkitektum, verkfræðingum, og listamönnum við úrlausn verkefna í góðri samvinnu við verkkaupa.

Verkefni EFLU á sviði landslagshönnunar hafa verið margvísleg og hafa nokkur þeirra fengið viðurkenningar hérlendis.

Meðal nýlegra verkefna í tengslum við landslagshönnun eru

 • Almenningsgarðar, göturými og torg
 • Fjölbýlis- og einkalóðir
 • Íþrótta-, sundlauga- og orlofssvæði
 • Kirkjugarðar
 • Orkumannvirki
 • Skóla- og leikskólalóðir
 • Snjóflóðavarnir
 • Spítalar og heilsutengdar þjónustustofnanir
 • Stígagerð og ferðamannastaðir
 • Stofnanalóðir
 • Verslunarmiðstöðvar
 • Umferðarmannvirki

Önnur tengd verkefni á sviðinu eru

 • Skógræktaráætlanir
 • Hönnun upplýsingakorta
 • Úttektir og kostnaðaráætlanir
 • Þarfagreiningar og möguleikar í tengslum við á þróun svæða

Greiningar- og hugmyndavinna er lykillinn að góðum árangri

Vel útfærð landslagshönnun getur vakið mikil hughrif og rammar inn sjónræna þætti í nærumhverfinu.

Á meðal þjónustusviða eru

 • Landslagsarkitektúr
 • Landslagshönnun
 • Landmótun
 • Skipulagsmál

Hönnunar- og ráðgjafarfyrirtækið Landark sameinaðist EFLU í ársbyrjun 2019 en fyrirtækin höfðu átt í góðu samstarfi um langt skeið. Með sameiningunni varð til enn fjölbreyttara og sterkara teymi sem hefur veitt viðskiptavinum og öðrum samstarfsaðilum alhliða þjónustu á sviði landslagshönnunar. 

Tengd þjónusta

 • Landslags- og garðyrkjutækni
 • Skipulagsmál
 • Ferðamannastaðir
 • Landskipti/landamerki

Var efnið hjálplegt? Nei