Þjónustuútboð

Útboð á þjónustu, Opinber innkaup, Veitutilskipun, Útboðsgögn

EFLA hefur séð um þjónustuútboð fyrir viðskiptavini. Bæði er um að ræða þjónustu sem skylt er að bjóða út samkvæmt lögum um opinber innkaup eða veitutilskipun eða þá útboð sem verkkaupi ákveður sjálfur að bjóða út. 

Tengiliður

Þjónustan felst í ráðgjöf, gerð útboðsgagna, magntöku og mati á þjónustunni og aðstoð í útboðsferlinu.

Þau þjónustuútboð sem EFLA hefur séð um er meðal annars kaup á ýmsum vélum, tækjum og búnaði, þjónustu við hreyfihamlaða á FLE, akstur flugvallarrútu á KEF, rekstur mötuneytis og ræsting í vinnubúðum, útvegun og rekstur salernisaðstöðu við þjóðveginn o.fl.

Mikilvægi góðra útboðsgagna

Vel gerð útboðsgögn taka af allan vafa í tilboðsferlinu og á samningstíma þjónustunnar ásamt því að stuðla að góðum samskiptum og að tilskildum gæðum þjónustunnar verði náð.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Greining og ráðgjöf vegna þjónustuútboða
  • Gerð gagna, útboðs- og kröfulýsing, tilboðsskrá
  • Magntaka, ef við á
  • Gerð annarra viðbótargagna s.s. teikningar, tölfræði, ýmislegt upplýsingaefni
  • Þjónusta á tilboðstíma; umsjón með fyrirspurnum, rýni gagna frá bjóðendum, kynningar
  • Eftirfylgni með samningi, t.d. gæðaúttektir, ef við á

EFLA getur skrifað þjónustuútboðsgögn bæði á íslensku og ensku.

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei