Vindorka, staðarval og stefnumótun

Vindorka, staðarval, vindmyllur, vindorkunýting, vindorkusvæði, vindorkugarðar, vindorkuver, vindorkuverkefni, orkustefna, orkunýting, orku- og landnýting, landupplýsingakerfi

Val á svæðum fyrir nýtingu á vindorku getur verið flókið ferli þar sem taka þarf tillit til margvíslegra þátta sem hafa ólík og mismikil áhrif á staðarvalið. Undanfarin ár hafa sérfræðingar hjá EFLU unnið fjölmörg verkefni tengd vindorku og öðlast reynslu og færni sem getur nýst sveitarfélögum við staðarval, stefnumótun og undirbúning slíkra verkefna.

Tengiliður

Vindorkusvæði hjá sveitarfélögum

Við val á vindorkusvæðum þarf að skoða marga ólíka þætti. Ekki einungis þætti sem hafa áhrif á tækni- og efnahagslega hlið nýtingar á vindorku heldur einnig þætti sem snúa að umhverfi, skipulagi, leyfismálum og samfélagslegum áhrifum. Á Íslandi er nýting vindorku rétt á upphafsstigum en eftirspurn eftir landsvæðum undir vindmyllur og vindorkugarða eykst jafnt og þétt.

Til að skapa sem mesta sátt um verkefni og stuðla að skynsamlegri nýtingu á auðlindinni í sátt við umhverfi og samfélag er mikilvægt er að vanda til verka strax á upphafsstigum. Þar hafa sveitarfélög tækifæri til stýringar með því að kortleggja hentugleika svæða innan sveitarfélagsins, greina bæði ákjósanleg svæði og svæði sem henta síður fyrir slíka starfsemi og marka sér skýra stefnu um málaflokkinn.

Mikil reynsla af verkefnum í vindorku

Hjá EFLU starfa sérfræðingar með mikla reynslu og þekkingu í staðarvals,- umhverfis,- skipulags,- og orkumálum og hafa unnið að fjölmörgum, ólíkum verkefnum á flestum stigum vindorkuverkefna. Þar á meðal eru verkefni er varða staðar- og kostaval, vindafar, hljóðvist, ásýnd, verkhönnun vindorkugarða og fleira. 


EFLA hefur aðstoðað sveitarfélög við stefnumótun varðandi vindorku, íbúakynningar á vindorkuverkefnum og annað sem snýr að undirbúningi verkefna og aðkomu sveitarfélaga. Með aðkomu að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast vindorku hefur hjá EFLU orðið til dýrmæt þekking og reynsla sem unnt er að nýta til að tryggja skynsamlega nálgun að nýtingu vindorku á Íslandi.

Heildræn nálgun á staðarvali og stefnumótun

Mikilvægt er að allir meginþættir sem snúa að nýtingu á vindorku séu teknir til greina strax á upphafsstigum með það að markmiði að tryggja skynsamlega orku- og landnýtingu innan sveitarfélaga, með sjálfbærni og hag íbúa og samfélags að leiðarljósi. 


EFLA hefur unnið heildræna nálgun að staðarvali og stefnumótun fyrir sveitarfélög sem er m.a. unnt að nýta inn í aðalskipulagsáætlanir og aðrar stefnumótandi áætlanir sem snúa að orku- og landnýtingu sveitarfélaga.

Aðferðafræðin sem EFLA notar byggir á reynslu og þekkingu sem er í samræmi við það sem þekkist víða erlendis í löndum þar sem reynsla er mikil.

Viltu vita meira?

EFLA býður sveitarfélögum að fræðast um staðarval og stefnumótun fyrir vindorkuverkefni. Hafðu endilega samband við okkur ef þú vilt fá nánari upplýsingar um þjónustuna.

Hafa samband

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei