EFLA fær jafnlaunavottun

08.07.2019

Fréttir
People seated at round table focused on speaker standing in the center of the room

EFLA fær jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012.

EFLA hefur fengið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Vottunin er mikilvægt skref í að uppfylla markmið um jafnréttis- og jafnlaunastefnu fyrirtækisins.

EFLA fær jafnlaunavottun

Innleiðing jafnlaunastaðalsins og vottun á grundvelli hans er hluti af jafnréttis- og jafnlaunastefnu EFLU. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

BSI á Íslandi framkvæmdi úttektina í janúar og hlaut EFLA vottunina í kjölfarið. Þetta er fjórði staðallinn sem EFLA hlýtur vottun samkvæmt, en fyrirtækið er einnig vottað skv. alþjóðlega gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001, umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 og öryggisstjórnunarstaðlinum OSHAS 18001.

Vottunarskírteini ÍST 85:2012

Þá hefur Velferðarráðuneytið veitt EFLU heimild til að nota jafnlaunamerkið Jafnlaunavottun 2018-2022 sem staðfestir að vottun á jafnlaunakerfinu er í samræmi við staðalinn ÍST 85.

Nánar um jafnréttis- og jafnlaunastefnu EFLU

Logo of BSI with a heart and more texts
A round logo with text reading "JAFNLAUNAVOTTUN 2019-2022