EFLA hefur fengið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Vottunin er mikilvægt skref í að uppfylla markmið um jafnréttis- og jafnlaunastefnu fyrirtækisins.
EFLA fær jafnlaunavottun
Innleiðing jafnlaunastaðalsins og vottun á grundvelli hans er hluti af jafnréttis- og jafnlaunastefnu EFLU. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
BSI á Íslandi framkvæmdi úttektina í janúar og hlaut EFLA vottunina í kjölfarið. Þetta er fjórði staðallinn sem EFLA hlýtur vottun samkvæmt, en fyrirtækið er einnig vottað skv. alþjóðlega gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001, umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 og öryggisstjórnunarstaðlinum OSHAS 18001.
Þá hefur Velferðarráðuneytið veitt EFLU heimild til að nota jafnlaunamerkið Jafnlaunavottun 2018-2022 sem staðfestir að vottun á jafnlaunakerfinu er í samræmi við staðalinn ÍST 85.

