Erindi um landeldi á Strandbúnaðarráðstefnu

14.03.2018

Fréttir
A view with a facility with many circular tanks, near a road with vast landscape

Strandbúnaður 2018, ráðstefna um fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt, fer fram 19.-20. mars næstkomandi á Grand Hótel Reykjavík. Um er að ræða árlegan vettvang þeirra sem starfa í strandbúnaði. EFLA verður með kynningarbás á svæðinu og mun Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri viðskiptaþróunar, flytja erindi á ráðstefnunni.

Erindi um landeldi á Strandbúnaðarráðstefnu

Landeldi lykill að orkuskiptum fiskiskipa

Hafsteinn Helgason ætlar að fjalla um spennandi nýjung í landeldi sem gæti verið mikið tækifæri til framtíðar hér á Íslandi. „Landeldi án mikillar dælingar á ferskum sjó er mögulegt með öflugu hreinsikerfi, en krefst þó töluverðrar súrefnisgjafar. Með rafgreiningu vatns til hliðar við slíkt landeldi, yrði græn raforka Íslands notuð til vetnisframleiðslu. Þá yrði til mikið magn súrefnis sem verðmæt hliðarafurð fyrir fiskeldið. Vetnið yrði nýtt sem eldsneyti á farartæki og smærri báta. Með framleiðslu á ammóníaki með vetni og köfnunarefni yrði aftur á móti til grænt ammóníak, sem gæti orðið framtíðar eldsneyti fyrir fiskiskip.“ segir Hafsteinn þegar hann er spurður um innihald erindisins.

Allt mögulegt fyrir sjávarútveginn

EFLA hefur veitt fiskeldis- og sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi þjónustu um áratugaskeið og komið að stórum sem smáum verkefnum um allt land.

Nánar um þjónustu EFLU í fiskeldi og sjávarútvegi.

Dagskrá ráðstefnunnar er afar fjölbreytt, 10 málstofur fara fram og um 60 erindi verða flutt. Áhugasamir geta fræðst meira um ráðstefnuna á vef Strandbúnaðarins.