Fiskeldi

Sjávarútvegur, Fiskur, Bolfiskur

EFLA hefur veitt fiskeldisfyrirtækjum á Íslandi þjónustu um áratugaskeið og hefur sinnt verkefnum tengdum fiskeldi á ýmsum sviðum. 

Tengiliður

EFLA hefur komið að margvíslegum verkefnum í fiskeldi t.d. stjórn- og eftirlitskerfi, sjálfvirknilausnir, skynjara- og mælitækni, umhverfismál, brunaráðgjöf og öryggismál. Þá hafa verkefni tengd orkuskiptum sjávarútvegsins verið vaxandi og EFLA veitt alhliða lausnir í málaflokknum t.d. með rafvæðingu fóðurpramma og landtengingu skipa. 

EFLA hefur einnig sinnt verkefnum í tengslum við sjálfvirknikerfi og myndgreiningar með sérhæfðum lausnum við framleiðslulínur. 

Mikil þekking er til staðar á gagnavinnslu, samþættingu iðntölvukerfa, vélbúnaðar og framleiðslukerfa.

Breið þekking og ahliða þjónusta

Í ljósi breiðrar og fjölþættrar þekkingar getur EFLA sinnt flestum þeim málum sem snúa að fiskeldi og gerir fyrirtækinu kleift að veita alhliða þjónustu í smáum jafnt sem stórum verkum. 

Verkefnin sem EFLA hefur unnið fyrir fiskeldisgeirann hafa verið stór sem smá og eru hvaðanæva af landinu. Markmiðið er að þjóna viðskiptavinum á breiðum grundvelli og veita nærþjónustu á heimaslóðum.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Hönnun stjórn- og eftirlitskerfa
  • Véla- og vinnslukerfi
  • Byggingahönnun
  • Hönnun hreinsikerfa
  • Ráðgjöf vegna öryggis- og umhverfismála
  • Orkunýting og raforkuráðgjöf
  • Rafvæðing fóðurpramma
  • Sjálfvirknigreining, róbótar og cobotar
  • Skynjarar og mælitækni

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei