Nýting vindorku raunhæfur valkostur

16.01.2018

Fréttir
A single wind turbine against a snowy landscape with low sun on the horizon

EFLA hefur undanfarin ár unnið að fjölmörgum verkefnum er tengjast vindorku hér á landi og verið áberandi á þessu sviði. Nýverið auglýsti Skipulagsstofnun tillögu að nýju aðalskipulagi fyrir Snæfellsbæ en þar er meðal annars fjallað um vindorku í sveitarfélaginu og sá EFLA um þá greiningu.

Nýting vindorku raunhæfur valkostur

Mikill áhugi er fyrir þessum orkukosti hér á landi og ljóst að vindurinn sem orkuauðlind verður samkeppnishæfari með hverju árinu. Snæfellsbær vildi skoða þá möguleika að virkja vindorkuna og óskuðu eftir því að EFLA skoðaði ákveðin svæði meðal annars með tilliti til mögulegra áhrifa á samfélag og umhverfi.

Niðurstöðurnar voru teknar saman í skýrslu en þar voru einnig sett fram viðmið fyrir sveitarfélagið til að marka stefnu þess í vindorkumálum.

Leiðandi á sviði vindorku

EFLA hefur lagt mikla áherslu á að vera leiðandi á sviði vindorku og að fræða og upplýsa samstarfsaðila og áhugasama. Fyrirtækið hefur í því samhengi meðal annars staðið fyrir íbúakynningum, málþingum, fræðslufundum víðsvegar um landið og greinaskrifum svo fátt eitt sé nefnt. Innan raða EFLU hefur verið byggð upp dýrmæt þekkingu á vindorku og hafa sérfræðingar hjá sviðinu komið að flestum fyrirhuguðum vindorkuverkefnum á Íslandi með einum eða öðrum hætti.