Fréttir


Fréttir

Vistvæn orka í fóðurprömmum

25.2.2021

EFLA hefur þróað lausn varðandi rafmagnstengingu fóðurpramma í fiskeldi með streng úr landi. Sóknarfæri, tímarit um sjávarútveg, heyrði í forsvarsmönnum EFLU til að fræðast um þjónustu fyrir fiskeldisgeirann. 

  • Skúli og Brynjar hjá EFLU
    Skúli Björn Jónsson (t.v.) og Brynjar Bragason (t.h.) starfa á iðnaðarsviði EFLU og vinna m.a. að lausnum sem stuðla að vistvænni orkugjöfum. Mynd: Sóknarfæri.

EFLA hefur unnið að verkefnum í tengslum við orkuskipti og landtengingu skipa við rafmagn og rafvæðingu hafna. Meðal nýrra verkefna varðandi orkuskipti er rafmagnstenging við fóðurpramma í sjóeldi með streng úr landi. Hugmyndin gengur út á að þróa staðlaða lausn sem hægt er að nýta á öllum fóðurprömmum við mismunandi aðstæður. Laxar, fiskeldisfyrirtæki á Reyðarfirði, hefur unnið með EFLU að lausninni sem lofar góðu enda er raftenging vistvænni kostur heldur en olía. Með raftengingunni er orkan notuð m.a. til dælingar á fiski og til að knýja fóður- og súrefniskerfi til eldisins.

Blaðamaður Sóknarfæra settist með Skúla Jónssyni, sviðsstjóra iðnaðarsviðs EFLU, og Brynjari Bragasyni, rafmagnstæknifræðingi og spurði út í þessa lausn og hvaða þýðingu hún hefur. 

Nánar um þjónustu EFLU í fiskeldi og sjávarútvegi

Viðtal við EFLU - Sóknarfæri