Ferðamannastaðir
Ferðamenn, Ferðastaðir, Ferðaþjónusta, Ferðaþjónustan, Uppbygging ferðamannastaða, Túristastaðir, Ferðamannastaður, Innanlandsferðir
EFLA veitir einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum alhliða ráðgjöf og aðstoð varðandi uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar á Íslandi. Eitt af meginhlutverkum EFLU er að stuðla að framförum í samfélaginu og þar með að farsælli þróun atvinnugreinarinnar.
Tengiliðir
Reynir Sævarsson Byggingarverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6179 / +354 665 6179 Netfang: reynir.saevarsson@efla.is Reykjavík
Daði Baldur Ottósson Samgönguverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6325 / +354 696 8960 Netfang: dadi.ottosson@efla.is Reykjavík
Þekkingin býr í mannauðinum og byggir sérstaða EFLU á fjölhæfu og reynslumiklu starfsfólki sem býr yfir fjölbreyttri sérfræðiþekkingu á sviðum umhverfis, samgangna, bygginga, iðnaðar, orku og verkefnastjórnunar.
Verkefni EFLU eru stór sem smá og skilar reynsla og þekking okkar traustum, hagkvæmum og áreiðanlegum lausnum.
Aðstoð við uppbyggingu
Ferðaþjónustan er ört vaxandi atvinnugrein og sóknarfærin eru fjölmörg. Mikil fjölgun ferðamanna kallar á uppbyggingu og fjölgun ferðamannastaða, dreifingu ferðamanna og endurbætur á álagsvæðum, auk fleiri brýnna verkefna sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir. Með faglegri nálgun á öllum fagsviðum og markvissri stjórn getur EFLA aðstoðað við uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar til framtíðar.
Á meðal þjónustusviða eru
- Verkefnastjórnun og þróun verkefna
- Skipulagsmál
- Leyfisveitingar (starfsleyfi, framkvæmdaleyfi, byggingaleyfi o.fl.)
- Aðgengi (þjónustusvæði, bílastæði, aðkoma, öryggi, stýring)
- Aðgangsstýring (t.d. hlið og gjaldtaka)
- Veitur
- Salernisaðstaða
- Öryggi (úttekt, áætlun, skilti)
- Gönguleiðir (stígar og brýr)
- Útsýnispallar
- Gróðurmál
- Mannvirkjagerð
- Loftmyndir og þrívíddamódel (drónar)
Að hverju þarf að huga þegar byggja þarf upp aðstöðu fyrir ferðamenn?
Fyrst er mikilvægast að huga að leyfismálum og deiliskipulagi, sem og mögulega breytingu á aðalskipulagi, en þessi mál taka gjarnan langan tíma. Þá þarf að huga að útfærslum staðarins, bæði tæknilegum og útliti. Meta þarf kostnað, fjármagna framkvæmdir og velja verktaka.
Hverra leyfa þarf að afla vegna aðstöðu fyrir ferðamannastaði?
Áður en allar framkvæmdir hefjast þarf sveitarfélag að gefa út framkvæmdaleyfi. Til að slíkt leyfi sé gefið út þarf að vera til staðar samþykkt skipulag og áformaðar framkvæmdir þurfa að vera í samræmi við það. Í mörgum tilfellum þarf leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum og stofnunum eins og t.d. Umhverfisstofnun, þegar um verndarsvæði er að ræða. Loks þarf öll uppbygging að vera í sátt við landeigendur. Leyfismál geta hæglega verið það vandasamasta við uppbyggingu ferðamannastaða.