Skipulagsmál

Skipulagsáætlanir, Umhverfismat áætlana, Stefnumótun, Landnotkun, Byggðaþróun, Landslagsgreiningar, Aðalskipulag, Deiliskipulag, Rammaskipulag, Skipulagsáætlun, Starfsleyfi

EFLA aðstoðar einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög við gerð skipulagsáætlana í heild eða einstaka þætti þeirra. Einnig veitir EFLA heildstæða ráðgjöf um umhverfismat áætlana.  

Tengiliður

Skipulagsmál sveitarfélaga

Í skipulagsráðgjöf EFLU felst m.a. að ráðleggja um landnotkun, borgarhönnun, byggðaþróun, hvers konar samgöngumannvirki og umferðarflæði, veitur, landmótun og landslagsgreiningu. Einnig gerð verndaráætlana, húsakönnun og stefnumótun um nýtingu auðlinda, s.s. flokkun landbúnaðarlands og vindorku. Í vinnu EFLU við gerð skipulagsáætlana er lögð áhersla á vistvænar nálganir.

Hjá EFLU starfa sérfræðingar með langa og viðamikla reynslu í skipulagsmálum. Á það við um gerð svæðisskipulags, aðalskipulags, deiliskipulags, rammaskipulags, stefnumörkun tengda útivist, kortagerð o.fl. Öll vinna tengd skipulagsmálum er unnin skv. skipulagslögum og lögum um umhverfismat áætlana.

Samvinna við gerð skipulags

Þegar unnið er að skipulagsmálum og skipulagsráðgjöf er kostur að fjölbreyttur hópur fólks, með mismunandi þekkingu og reynslu komi að verkefninu. Innan EFLU starfar slíkur hópur og er mikil og góð samvinna milli fagsviða og nýtist hún við skipulagsráðgjöf og gerð skipulagsáætlana.

Gagnvirk kort og stafræn miðlun

EFLA leggur áherslu á rafræna miðlun upplýsinga og samráð við íbúa sveitarfélagsins. Við miðlun upplýsinga, t.d. vegna endurskoðunar á aðalskipulagi, er notast við landupplýsingakerfi sem setur fram gögn á rafrænu kortasvæði þar sem hægt er að skoða tillögur að breytingum á einfaldan og aðgengilegan máta.

Með þessari nálgun geta sveitarfélög stuðlað að aukinni þátttöku íbúa við kynningu á skipulagsmálum auk þess sem meiri líkur eru á að ná til fjölbreyttari hóps íbúa. Framsetning á gagnvirkum kortum er hluti af þjónustu EFLU í málaflokknum og hluti af framtíðarþróun í stafrænni framsetningu efnis.

Þverfagleg aðkoma sérfræðinga

Skipulagsmál er þverfaglegt málefni sem krefst aðkomu ólíkra sérfræðinga. Það er styrkur EFLU að mikil og góð samvinna er á milli fagteyma félagsins sem er nauðsynleg í vinnu við skipulagsmál. Þannig koma að verkefnunum þverfaglegur hópur starfsmanna með margvíslega sérhæfingu.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Svæðisskipulag
  • Aðalskipulag
  • Deiliskipulag
  • Rammaskipulag
  • Hverfaskipulag
  • Auðlindastefna
  • Verndaráætlun í byggð
  • Húsnæðisáætlun
  • Svæðisáætlun
  • Öryggi í skipulagi
  • Hönnun opinna svæða, svæða meðfram vegum og stígum
  • Hönnun bílastæða, áningarsvæða, íþróttasvæða
  • Gerð plöntuteikninga o.fl.
  • Gerð útboðsgagna
  • Hönnun og greining áfangastaða ferðamanna
  • Landslagsgreining
  • Flokkun landbúnaðarlands
  • Staðarval vegna nýtingar á vindorku

Yfirgripsmikil og sérhæfð þekking

Starfsfólk EFLU býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði stafræns skipulags og nýtir landupplýsingakerfi (GIS) við ýmis verkefni er varða skipulag og forsendugreiningar fyrir skipulag. Þar á meðal við flokkun landbúnaðarlands og staðarval og stefnumótun vegna nýtingar á vindorku.

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei