Skipulagsmál
Skipulagsáætlanir, Umhverfismat áætlana, Stefnumótun, Landnotkun, Byggðaþróun, Landslagsgreiningar, Aðalskipulag, Deiliskipulag, Rammaskipulag, Skipulagsáætlun, Starfsleyfi
EFLA aðstoðar einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög við gerð skipulagsáætlana í heild eða einstaka þætti þeirra sem og við umhverfismat áætlana.
Tengiliðir
Ólafur Árnason Umhverfisfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6167 / +354 412 6167 Netfang: olafur.arnason@efla.is Reykjavík
Gísli Gíslason Landslagsarkitekt M.Sc. - Svæðisstjóri Sími: +354 412 6441 / +354 412 6441 Netfang: gisli.gislason@efla.is Selfoss
Eva Dís Þórðardóttir Skipulagsfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6239 / +354 412 6239 Netfang: eva.dis.thordardottir@efla.is Reykjavík
Hugrún Hjálmarsdóttir Byggingarverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6527 / +354 412 6527 Netfang: hugrun.hjalmarsdottir@efla.is Egilsstaðir
EFLA býður upp á þjónustu sem nær m.a. yfir stefnumótun um landnotkun, borgarhönnun, byggðaþróun, samgöngur, veitur, hönnun og landslagsgreiningar.
Sérfræðingar EFLU hafa viðamikla reynslu í gerð hefðbundinna skipulagsáætlana skv. skipulagslögum og umhverfismati áætlana skv. lögum um umhverfismat.
Jafnframt er lögð áhersla á vistvænar nálganir í skipulagsmálum og á gerð verndaráætlana og stefnumótun í auðlindanýtingu sveitarfélaga.
Þverfagleg aðkoma sérfræðinga
Skipulagsmál er þverfaglegt málefni sem krefst aðkomu ólíkra sérfræðinga. Það er styrkur EFLU að mikil og góð samvinna er á milli fagsviða félagsins sem er nauðsynleg í vinnu við skipulagsmál. Þannig koma að verkefnunum fjölbreyttur hópur starfsmanna með margvíslega sérhæfingu.
Á meðal þjónustusviða eru
- Svæðisskipulag
- Aðalskipulag
- Deiliskipulag
- Rammaskipulag
- Hverfaskipulag
- Auðlindastefna
- Verndaráætlun í byggð
- Húsnæðisáætlun
- Svæðisáætlun
- Öryggi í skipulagi
- Hönnun opinna svæða, svæða meðfram vegum og stígum, bílastæða, áningarsvæða, íþróttasvæða, gerð plöntuteikninga o.fl., ásamt gerð útboðsgagna
- Hönnun og greining áfangastaða ferðamanna
- Landslagsgreining