Aðalskipulag

Skipulagsmál, Skipulagsáætlun

Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir eitt sveitarfélag og tekur til alls lands innan þess. EFLA hefur starfað mikið með sveitarfélögum að skipulagsmálum og býr yfir langri og fjölbreyttri reynslu í málaflokknum.

Tengiliðir

EFLA býður sveitarfélögum upp á aðstoð við að móta og setja fram stefnu í aðalskipulagi. Stefna í aðalskipulagi tekur m.a. til landnotkunar, byggðaþróunar og byggðamynsturs, samgöngu- og þjónustukerfa og umhverfismála.

Sérfræðingar EFLU hafa margra ára reynslu í gerð aðalskipulags samkvæmt skipulagslögum.

Í mörg horn að líta

Að marka stefnu sveitarfélags í aðalskipulagi er viðamikið verkefni og er því hjálplegt að leita í þekkingarbrunn og reynslu EFLU í málaflokknum.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Aðstoð við gerð svæðis-, aðal-, og deiliskipulags
  • Þarfagreining vegna íbúðar-, frístunda-, eða atvinnusvæða
  • Skipulag göngu-, reið- og hjólreiðastíga
  • Skipulag núverandi eða nýrrar byggðar
  • Skipulag samgangna og veitna
  • Umhverfismat skipulagsáætlana

Algengar spurningar og svör

Hvenær tekur nýtt eða endurskoðað aðalskipulag gildi?

Aðalskipulag tekur gildi þegar það hefur verið samþykkt af sveitarstjórn, staðfest af Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Áður en það gerist þarf að hafa farið fram kynning á endanlegri skipulagstillögu sem veitir íbúum viðkomandi sveitarfélags og almenningi tækifæri til að koma með athugasemdir ef einhverjar eru. 

Hvað þarf helst að hafa í huga við gerð aðalskipulags?

Við gerð aðalskipulags skal byggt á markmiðum skipulagslaga, fyrirliggjandi stefnu ríkis og sveitarfélaga og áætlunum um þróun og þarfir sveitarfélagsins á skipulagstímabilinu. Sveitarstjórn ber ábyrgð á vinnslu aðalskipulags. Við vinnslu aðalskipulags skal hafa samráð við íbúa og hagsmunaaðila.

Hvenær þarf að endurskoða aðalskipulag?

Að loknum sveitarstjórnarkosningum metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Skal sú ákvörðun m.a. taka mið af því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun.

Hverjir mega vinna aðalskipulag?

Skipulagsfræðingar, arkitektar, byggingarfræðingar, landslagsarkitektar, tæknifræðingar eða verkfræðingar sem hafa sérhæft sig á sviði skipulagsmála geta unnið og lagt fram aðalskipulagstillögur, skv. grein 2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei