BREEAM fyrir skipulag – vistvottun skipulagsáætlana

BREEAM, BREEM, BREAM, Vistæn hönnun, Vistvænar byggingar, Vottun bygginga, Byggingavottun, Vistvæn byggingarvottun, Umhverfisvottun bygginga, Vistvottunarkerfi, Vottun bygginga, skipulag, skipulagsáætlun, sjálfbær, hönnun,

Hjá EFLU starfa sérfræðingar sem hafa víðtæka reynslu og þekkingu á lausnum er snúa að vistvænni og sjálfbærri hönnun skipulags og mannvirkja, og hafa réttindi til að sinna BREEAM vistvottunum fyrir skipulagsáætlanir, nýbyggingar, endurgerð bygginga, byggingar í rekstri og nú nýlega einnig vistvottun á innviðum.

Tengiliðir


EFLA hefur tekið þátt í fjölda verkefna sem snúa að BREEAM vottunum og sinnt þar ýmsum hlutverkum, m.a. sem hönnuðir og umhverfisráðgjafar, en einnig sem matsaðilar fyrir vistvottun. Þverfagleg þekking innan EFLU nýtist afar vel til að takast á við jafn víðfeðm verkefni og vistvottanir skipulagsáætlana eru. Mikill uppgangur hefur verið í vistvottunum fyrir skipulagsáætlanir hérlendis á undanförnum árum eftir að Urriðaholt í Garðabær var fyrsta skipulagið til að fara í gegnum ferlið árið 2015.

Hvað er BREEAM fyrir skipulag

BREEAM er alþjóðlegt vistvottunarkerfi sem býður upp á vottanir fyrir mismunandi stig lífsferils bygginga sem og annarra mannvirkja og skipulagsáætlana. Í vottunarkerfinu er lögð áhersla á að tekið sé tillit til þriggja stoða sjálfbærni, þ.e. samfélags, efnahags og umhverfis. BREEAM vottunarakerfið er sniðið að þörfum nútímans þar sem áhersla er lögð á vistvænar og sjálfbærar lausnir. Vottun frá þriðja aðila tryggir óhlutdrægt og gegnsætt kerfi.

Hvernig virkar BREEAM fyrir skipulag

BREEAM samanstendur af fjölda matsatriða sem hvert tekur til einstakra þátta er snúa að sjálfbærni skipulagsáætlana. Í heildina samanstendur kerfið af 40 matsatriðum, þar af eru 12 atriði sem skipulagáætlanir verða að uppfylla en önnur matsatriði eru uppfyllt eins og við á hverju sinni.

Matsatriðunum er skipt upp
í fimm meginflokka:

  • Samráð og stjórnun
  • Félagsleg- og efnahagsleg velferð
  • Auðlindir og orka
  • Landnotkun og vistfræði
  • Samgöngur og aðgengi

Einnig er hægt að sækja sérstaklega stig sem snúa að nýsköpun.


Ávinningur BREEAM fyrir skipulag

Mikill ávinningur felst í því að fylgja vistvottunarkerfi eins og BREEAM fyrir skipulag við skipulagsvinnu. Kerfið virkar sem leiðarvísir og ákveðið aðhald til að tryggja að leitað sé af bestu lausninni hverju sinni til að hámarka sjálfbærni skipulags. Með því má tryggja að á öllum stigum vinnunnar sé leiðarvísir og aðhald við að leita af bestu lausninni hverju sinni og hámarka sjálfbærni. Viðmið vistvottunarkerfisins eru sett þannig fram að þau eru markmiðsdrifin og miðla aðgerðum og lausnum sem tryggja að tekið sé tillit til sjálfbærniviðmiða án þess að takmarka frelsi við skipulagsgerð og hönnun. Þá skilgreinir það mælikvarða til að mæla sjálfbærni og gefin eru stig eftir því hversu vistvænt skipulagið er. Kerfið heldur einnig utan um framþróun og er ávallt í samræmi við nýjustu upplýsingar og þekkingu. Einn af lykilþáttum BREEAM er að tryggja samráð við almenning og hagaðila í gegnum ferlið með því markmiði að skipulag þjóni samfélaginu sem best, ferli sem getur oft verið snúið ef ekki er fylgt fyrir fram skilgreindu verklagi.

Fjölgun skipulagsáætlana sem fer í gegnum BREEAM vottunarferlið gefur tilefni til þess að ætla að uppbyggingaraðilar og sveitarfélög líti vottunarferlið jákvæðum augum. Með því að gera kröfu um að skipulagáætlanir fari í gegnum BREEAM vottun geta sveitarfélög tryggt að þeirra landsvæði sé skipulagt með sjálfbærni í huga og þannig nýtt vottunina sem ákveðið gæðaeftirlit. Eftir því sem verkefnum sem fara í gegnum BREEAM fjölgar verður til grundvöllur til að bera saman skipulagsverkefni á hlutlausan og gegnsæjan hátt í gegnum vottunarkerfi þriðja aðila.

Tengdar þjónustur


Var efnið hjálplegt? Nei