Flokkun landbúnaðarlands
Skipulagsmál, Landbúnaðarland,
Tengiliður
Ásgeir Jónsson Landfræðingur B.Sc. Sími: +354 412 6443 / +354 665 6443 Netfang: asgeir.jonsson@efla.is Selfoss
Starfsfólk EFLU hefur unnið að grófflokkun landbúnaðarlanda með tilliti til mögulegrar akuryrkju. Flokkun lands er m.a. nýtt við ákvarðanatöku um landnotkun í aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélags. Flokkun landbúnaðarlands er unnin í samstarfi við viðkomandi sveitarfélag, heimamenn, ráðunauta o.fl. aðila. Við flokkunina er landbúnaðarlandi skipt í fjóra flokka þar sem flokkar 1 og 2 eru metnir gott/mögulegt land til akuryrkju.
Markmið með flokkun landbúnaðarlands, skv. Landsskipulagsstefnu 2015-2026, er að landi sem hentar vel til ræktunar verði almennt ekki ráðstafað til annarra nota með óafturkræfum hætti.
Leikreglur skilgreindar
Með því að flokka landbúnaðarland og setja skilmála um nýtingu þess hefur sveitarfélagið skilgreint ákvæði fyrir íbúa og landeigendur sem gilda áður en farið er út í skipulagsvinnu einstakra jarða eða landareigna.
Á meðal þjónustusviða eru
- Flokkun landbúnaðarlands
- Aðalskipulag
- Deiliskipulag
- Landnýting
- Umhverfisáhrif
Algengar spurningar og svör
Er nauðsynlegt að flokka landbúnaðarland?
Já, sveitarfélög þurfa að flokka landbúnaðarland.
Í Landsskipulagsstefnu 2015-2026 kemur fram að ?flokkun landbúnaðarlands, landslagsgreining og vistgerðarflokkun verði lögð til grundvallar skipulagsákvörðunum um landbúnaðarland?. Markmiðið er að landi sem hentar vel til ræktunar verði ekki ráðstafað til annarrar landnotkunar með óafturkræfum hætti.
Lög um náttúruvernd nr. 60/2013 gera ráð fyrir verndun votlendis. Framræst votlendi er gott ræktunarland og því kann gott ræktunarland að vera verndað sem votlendissvæði.
Búnaðarþing hefur um árabil ályktað um að vernda beri gott land til matvælaframleiðslu.