Kortlagning gistirýma

Ferðaþjónusta, Gistinætur, Gistinótt, Ferðamennska

Við gerð framtíðaráætlana er mikilvægt að hafa góða yfirsýn og styðjast við góða greiningu á forsendum. Með kortlagningu á tegund og dreifingu gistirýma fæst góð yfirsýn yfir stöðuna sem unnt er að byggja á við stefnumótun og markmiðasetningu í málaflokknum.


Sérfræðingar EFLU búa yfir mikilli alhliða þekkingu og víðtækri reynslu á sviði forsendugreininga, kortlagningar í landupplýsingakerfi og framkvæmd fjölbreyttra verkefna sem snúa að ferðaþjónustu, landupplýsingakerfum, kortlagningu og skipulagi.

Tengiliður

Ferðaþjónusta hefur vaxið hratt undanfarin ár og er orðin ein mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga, spár gera ráð fyrir áframhaldandi vexti og sóknarfærin eru mörg. Þessi þróun hefur leitt til þess að framboð gististaða og gistirýma af ýmsum ólíkum toga hefur stóraukist.

Kortlagning á gististöðum sem birtir m.a. upplýsingar um dreifingu gististaða, tegund þeirra, stærð, leyfisflokk og helstu upplýsingar um umfang reksturs og þjónustu er mikilvæg forsendugreining. Niðurstöður slíkrar greiningar veita góða yfirsýn sem unnt er að byggja á til að setja fram markmið sem stuðla uppbyggingu innviða ferðaþjónustu í takti við eftirspurn og í samræmi við hagsmuni sveitarfélagsins til framtíðar

Yfirsýn sem auðveldar ákvarðanatöku

Með því að nýta landfræðileg upplýsingakerfi til að kortleggja staðsetningu gististaða og vista helstu upplýsingar um tegund þeirra og umfang reksturs í landfræðilegan gagnagrunn fæst góð yfirsýn yfir stöðuna. Á þann hátt er auðvelt að fylgjast með þróun og kalla fram ólíkar upplýsingar á kortum, í töflum eða á gröfum á hagkvæman og sjónrænan hátt.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Gagnaöflun
  • Kort og kortagrunnar
  • Forsendugreining
  • Stöðumat
  • Þarfagreining
  • Stefnumótun
  • Skipulagsmál
  • Fjarlægðargreining
  • Greining á innviðum
  • Staðar- og kostaval

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei