Landskipti/landamerki

Skipting lands, Uppdráttur, Landamerki, Jarðir, Jörð, Landnúmer

Landskipti felast í því að með formlegum hætti verður til ný lóð/landspilda sem fær nýtt landnúmer. EFLA hefur mikla reynslu af landskiptum og gerð uppdrátta og greinargerða til að staðfesta landamerki.

Tengiliðir

Landskiptum skal fylgja uppdráttur og landskiptagerð. Þar skal koma fram lýsing á landskiptunum s.s. hvaða jarðarhluta lögbýlisréttur fylgir. Gera skal grein fyrir eignum/hlunnindum sem fylgja og aðkomu að spildunni. Þá skal gera grein fyrir heiti móðurjarðar, landnúmeri nýrrar landspildu ásamt staðfestum landamerkjum aðliggjandi landeigna.

Aðliggjandi lönd

Við sölu lands eða lóða er æskilegt að mörk landsins hafi verið samþykkt af eigendum aðliggjandi lands. Það getur komið í veg fyrir ágreining um mörkin seinna meir.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Uppdrættir til staðfestingar á útmörkum jarða/landspildna
  • Staðfestar markalínur milli jarða/landspildna
  • Formleg landskipti jarða m.a. með tilliti til lands, hlunninda og annarra þátta
  • Landskiptagerð þar sem lóð eða spildu er skipt út úr upprunalandinu
  • Uppmæling á mörkum jarða, lóða/landamerkja - útsetning landamerkja

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei