Rammaskipulag

Skipulagsmál, Sveitarfélög, Aðalskipulag

Rammaskipulag er stefnumörkun eins eða fleiri sveitarfélaga og tekur til áherslna á ákveðnu svæði. EFLA hefur starfað mikið með sveitarfélögum að skipulagsmálum og býr yfir langri og fjölbreyttri reynslu í málaflokknum.

Tengiliður

EFLA býður sveitarfélögum upp á aðstoð við mótun stefnu í tengslum við gerð rammaskipulags. Skoðaðir eru þættir á mun ýtarlegri hátt heldur en gert er t.d. í aðalskipulagi sveitarfélaga. Þannig getur stefnumörkunin t.d. náð yfir ferðaþjónustu, útivist og samgöngur. Rammaskipulag getur verið lagt til grundvallar við endurskoðun aðalskipulags.

Traustur grunnur og öflug reynsla

EFLA hefur mikla reynslu af að aðstoða sveitarfélög við ýmis konar stefnumörkun. Leitast er við að hafa jákvæð umhverfisáhrif að leiðarljósi og lágmarka umhverfisáhrif þeirrar stefnu sem sett er fram.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Stefnumörkun fyrir afmarkað svæði eða þætti
  • Skipulag göngu-, reið- og hjólreiðastíga
  • Skipulag ferðamannastaða
  • Skipulag íbúasvæða
  • Skipulag samgangna og veitna

Algengar spurningar og svör

Hver er munurinn á rammaskipulagi og svæðisskipulagi?

Svæðisskipulag tekur til tveggja eða fleiri sveitarfélaga og er háð samþykki þeirra og staðfestingu Skipulagsstofnunar. Svæðisskipulag skal taka til a.m.k. 12 ára.

Rammaskipulag getur hvort sem er tekið til ákveðins hluta eins sveitarfélags eða afmarkaðra þátta/svæða nokkurra sveitarfélaga. Rammaskipulag er aðeins háð samþykki viðkomandi sveitarfélaga og hefur ekki ákveðinn gildistíma.

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei