Staðar- og kostaval
Staðarval, kostaval, valkostagreining, GIS based Multi criteria decision analysis, skipulag, vindorka, sorpurðun, framkvæmdakostir, verndaráætlun, þolmörk, iðnaður, fjölþátta ákvarðanagreining, margþátta ákvarðanagreining, landupplýsingakerfi
Við staðarval og valkostagreiningu þarf oft að taka tillit til margra ólíkra sjónarmiða og áhrifaþátta sem snúa að hagkvæmni og líftíma framkvæmda. Hjá EFLU starfa sérfræðingar með mikla reynslu og þekkingu í landupplýsingakerfum og staðarvali fyrir ólíkar framkvæmdir.
Tengiliður
Sigmar Metúsalemsson Landfræðingur B.Sc. Sími: +354 412 6304 / +354 665 6304 Netfang: sigmar.metusalemsson@efla.is Reykjavík
Staðarval og kostaval framkvæmdaraðila
Við val á staðsetningu þarf oft að taka tillit til margvíslegra þátta sem hafa mismikil áhrif á ákvörðunina. Þar á meðal eru þættir sem snúa að tæknilegum forsendum framkvæmda, umhverfis- og náttúrufarsaðstæðum, skipulagsmálum, samfélagi og sjónarmiðum mismunandi hagsmunaaðila. Staðarval getur því verið flókið ferli þar sem greina þarf mikilvæga áhrifaþætti, ákvarða vægi þeirra og leita bestu lausna.
Auðveldar ákvarðanatöku
Fjölþátta ákvarðanagreining í landupplýsingakerfi (e. GIS based Multi criteria decision analysis (MCDA)) er aðferð sem styður við ákvarðanatöku þegar byggja þarf á mörgum fjölbreyttum áhrifaþáttum.
Fjölþátta ákvarðanagreining í landupplýsingakerfi hentar vel til að meta hentug svæði og til að bera saman ólíka valkosta. Aðferðin hentar sérstaklega vel til að meta hentugleika innan stærri svæða, eins og til dæmis innan fólkvangs, sveitarfélags, landsfjórðungs eða jafnvel enn stærri svæða. Hún hefur m.a. reynst vel við að finna hentug svæði fyrir viðkvæma landnotkun s.s. sorpurðun, vindorkugarða, ýmiss konar iðnað og nýjar línuleiðir.
Aðferðin hentar einnig vel til að meta viðkvæmni svæða, t.d. á verndarsvæðum, við gerð verndaráætlana og við þolmarkagreiningar þar sem taka þarf tillit til ólíkra eiginleika innan svæða.
Mikil reynsla hjá EFLU
Hjá EFLU starfa sérfræðingar í landupplýsingakerfum og staðarvali ásamt fjölbreyttum hópi starfsmanna sem hafa góða þekkingu á ólíkum þáttum sem geta haft áhrif á staðarvalið. Þar á meðal eru sérfræðingar í skipulagsmálum, umhverfismálum, orkumálum, samgöngumálum og fleiru. Sú mikla þverfaglega þekking og reynsla sem til staðar er hjá fyrirtækinu nýtist vel við mat á vægi einstakra áhrifaþátta á staðarvalið.
Fjölþátta ákvarðanagreining
Fjölþátta ákvarðanagreining í landupplýsingakerfi styður við ákvarðanatöku og stuðlar að skynsamlegri landnýtingu í sátt við umhverfi og samfélag.
Aðferðin gerir framkvæmdaraðilum kleift að taka tillit til allra helstu áhrifaþátta sem snúa að framkvæmdum strax á upphafsstigum, á markvissan og hagkvæman hátt.
Á meðal þjónustusviða eru
- Greining og kortlagning áhrifaþátta
- Mat á vægi áhrifaþátta
- Greining á hentugum svæðum
- Samanburður svæða
- Valkostagreining
- Fjölþátta ákvarðanagreining í landupplýsingakerfi
- Kortagerð