Svæðisskipulag
Skipulagsmál, Sveitarfélög
Tengiliðir
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Skipulagsfræðingur M.Sc. Sími: +35400354 843 4949 Netfang: hrafnhildur.brynjolfsdottir@efla.is Reykjavík
Ásgeir Jónsson Landfræðingur B.Sc. Sími: +354 412 6443 / +354 665 6443 Netfang: asgeir.jonsson@efla.is Selfoss
EFLA býður sveitarfélögum upp á aðstoð við að setja fram stefnu fyrir svæði sem mynda heild í landfræðilegu, hagrænu og félagslegu tilliti. Svæðisskipulag getur tekið til heilla landshluta eða annarra stærri heilda og hefur m.a. verið nýtt til að greina sérstöðu svæða og undirbúa markaðssetningu t.d. fyrir ferðaþjónustu.
Starfsfólk EFLU hefur mikla reynslu af að aðstoða sveitarfélög við ýmis konar stefnumörkun og skipulagsgerð. Leitast er við að hafa umhverfisáhrif að leiðarljósi og lágmarka umhverfisáhrif þeirrar stefnu sem sett er fram.
Samræming stefnu
Ef samræma þarf stefnu í skipulagsmálum, milli tveggja eða fleiri sveitarfélaga, þá getur svæðisskipulag verið hagkvæmur kostur sem nýtist við að greina sérstöðu svæða.
Á meðal þjónustusviða eru
- Aðstoð við gerð svæðis-, aðal-, og deiliskipulags
- Skipulag göngu-, reið- og hjólreiðastíga
- Skipulag ferðamannastaða
- Skipulag samgangna og veitna
- Umhverfismat áætlana
Gagnvirk kort og stafræn miðlun
EFLA leggur áherslu á rafræna miðlun upplýsinga og samráð við íbúa sveitarfélagsins. Við miðlun upplýsinga, t.d. vegna endurskoðunar á aðalskipulagi, er notast við landupplýsingakerfi sem setur fram gögn á rafrænu kortasvæði þar sem hægt er að skoða tillögur að breytingum á einfaldan og aðgengilegan máta.
Með þessari nálgun geta sveitarfélög stuðlað að aukinni þátttöku íbúa við kynningu á skipulagsmálum auk þess sem meiri líkur eru á að ná til fjölbreyttari hóps íbúa. Framsetning á gagnvirkum kortum er hluti af þjónustu EFLU í málaflokknum og hluti af framtíðarþróun í stafrænni framsetningu efnis.