GIS og stafræn kortagerð

Stafræn kortagerð og landupplýsingakerfi (GIS) bjóða upp á ótal möguleika og lausnir. EFLA veitir alhliða GIS-þjónustu, notar fjölbreyttan hugbúnað og vinnur að nákvæmum lausnum með fjölbreytt gagnasnið fyrir ólíkar þarfir viðskiptavina.

Loftmynd af geysissvæðinu

Landupplýsingar

EFLA veitir margvíslega ráðgjöf á sviði landupplýsinga og kortagrunna sem unnir eru í Qgis og ArcGis hugbúnaði. Góð framsetning landupplýsinga og kortagrunnar geta aðstoðað við ákvörðunartöku og sýnt hvernig hönnun samræmist landslagi og umhverfi. Með þessu getur EFLA veitt viðskiptavinum sínum fjölbreytilega þjónustu, t.d. í formi staðfræðikorta, tvívíddar- og þrívíddargreininga.

Landupplýsingavinna

Starfsfólk EFLU hefur yfirgripsmikla sérfræðiþekkingu á öllum hliðum landfræðilegrar upplýsingastjórnunar, gagnasöfnunar, vinnslu og miðlunar. Landupplýsingagögn má nýta til að geyma og miðla upplýsingum, til að mynda um innviði, samfélag og umhverfi. Hugbúnaðurinn sem við notum gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum upp á fjölbreytta framsetningu gagna sem hægt er að aðlaga eftir þörfum hverju sinni. EFLA býður einnig upp á Gagnaland, sem er heildstæður og opinn (e. open source) gagnagrunnur sem heldur utan um landupplýsingagögn fyrir sveitarfélög, stofnanir og einkaaðila. Sjá nánari upplýsingar um Gagnaland hér .

Meðal þjónustusviða eru:

 • Sýnileikagreiningar
 • Smíði landupplýsingagrunna
 • Stafrænt skipulag
 • Skoðanir á vatnasviðum
 • Akstursgreiningar
 • Þemakort
 • Hentugleikagreiningar
 • GPS mælingar
 • Landamerkjamælingar
 • Drónaflug og gerð landlíkana og uppréttra loftmynda
 • Eftirlitsmælingar
 • Hæðarmælingar
 • Þrívíddarskönnun
 • Þrívíddarlíkan
 • Kortagerð
 • Mynd- og módelvinnsla
 • Sýndarveruleiki (VR)
 • Fjölþáttagreiningar
 • Gagnvirk vefkort
 • Vistun og viðhald landupplýsingagrunna

Afurðir

EFLA notar margs konar tól til að miðla gögnum til viðskiptavina. Við tryggjum að viskiptavinir fái þau gögn og upplýsingar sem henta hverju sinni. Þau geta verið á formi skýrslu, kortblaða, stafrænna landupplýsingagrunna eða vefkorta á tvívíddar- eða þrívíddarformi. Framsetning á gögnum er auðskiljanleg og sjónræn og gerir viðskiptavinum kleift að nálgast eða miðla upplýsingum á einfaldan hátt á vef eða með öðrum hætti.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU