Suðurhálendið | Rammaskipulag
Rammaskipulagið er stefnumörkun í skipulags- og byggingarmálum og tekur einkum til ferðaþjónustu og samgangna á afréttum sveitarfélaganna þriggja; Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Skaftárhrepps. Steinsholt ehf (nú EFLA) var ráðgjafi sveitarfélaganna við stefnumörkunina og sá um gerð tillögu, úrvinnslu og framsetningu.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Suðurhálendið
Verktími
2012-2014
Staðsetning
Afréttir Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Skaftárhrepps
Tengiliðir
Gísli GíslasonLandslagsarkitekt M.Sc. - SvæðisstjóriSími: +354 412 6441 / +354 665 6441Netfang: gisli.gislason@efla.is
Ásgeir JónssonLandfræðingur B.Sc.Sími: +354 412 6443 / +354 665 6443Netfang: asgeir.jonsson@efla.is
Um hvað snýst verkefnið
Leiðarljós við vinnuna var að bæta þjónustu við ferðamenn en um leið að tryggja að viðkvæm náttúra beri ekki skaða af og að tekjur starfseminnar skili sér á svæðinu.
Í verkefninu voru settar fram tillögur um flokkun vega, uppbyggingu þeirra og endurbætur. Helstu göngu- og reiðleiðir voru kortlagðar og bent á nýjar og áhugaverðar leiðir til að dreifa ferðamönnum betur um svæðið. Hvað skála varðar voru núverandi staðir metnir m.t.t. þess hvort vænlegt væri að efla starfsemi þeirra eða hvort draga þyrfti úr álagi. Jafnframt voru metnir möguleikar og þörf fyrir nýja skála.
Umhverfismál
Í vinnunni var leitast við að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og taka tillit til umhverfissjónarmiða, m.a. til að koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu. Metin voru líkeg áhrif af mismunandi útfærslum og reynt að velja þær sem minnst/jákvæðust áhrif höfðu á umhverfisþætti.
Verkþættir
Hlutverk EFLU
- Ráðgjafi verkkaupa
- Umsjón með tillögugerð ásamt vinnuhópi sveitarfélaganna
- Úrvinnsla og framsetning korta og greinargerðar
- Mat á líklegum áhrifum þeirra framkvæmda sem talið var að gætu haft umtalsverð áhrif á umhverfið. Unnið með vinnuhópi sveitarfélaganna
Ávinningur verkefnis
Með verkefninu varð til samræmd stefna og skilmálar varðandi uppbyggingu ferðaþjónustu. Stefnan nýtist sem forsendur við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélaganna.
Skjöl úr Rammaskipulagi fyrir Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Skaftárhrepp
Greinargerð RammaskipulagRammaskipulag
Ferðaþjónusta
Gönguleiðir
Mannvirkjabelti
Reiðleiðir
Verndarsvæði