Auðvelda aðkomu að gosstöðvum

14.05.2021

Fréttir
A volcanic eruption with bright orange lava spewing from a fissure on a ruged landscape

Gosstöðvarnar þann 5. maí 2021.

Gossvæðið við Fagradalshraun er vinsæll ferðamannastaður og leggja fjölmargir leið sína þangað daglega. EFLA, ásamt landeigendum, vinnur að endurbótum á svæðinu til að auðvelda aðkomu að svæðinu. Sjá einnig myndband í fréttinni.

Auðvelda aðkomu að gosstöðvum

Aðgengi að gosstöðvunum hefur verið til umræðu frá því gos hófst 19. mars 2021 en svæðið hefur reynst mörgum erfitt yfirferðar og töluvert um slys á fólki á svæðinu. Starfshópur hefur unnið að tillögum um bætt aðgengi að svæðinu og var EFLA fengin til að veita ráðgjöf varðandi uppbyggingu á svæðinu. EFLA hefur komið að mörgum uppbyggingarverkefnum í ferðaþjónustu síðastliðinn áratug og hefur þróað verklag í aðgengismálum sem miðar að skilvirkri og útsjónarsamri lausn.

Öruggari gönguleið fyrir fjölbreyttari hóp

Betri aðkoma að gosstöðvum miðar að því að hanna ný bílastæði, bæta aðalgönguleiðina og gera hana öruggari. Einnig er verið miða við að gangan styttist um 1,2 km hvora leið og veiti þannig fjölbreyttari hóp tækifæri til að fara á gosstöðvarnar. Hugsanlegur akvegur upp á Fagradalsfjall er einnig til skoðunar sem myndi auðvelda ferðamönnum enn frekar að sjá eldgosið ásamt því að vegurinn myndi nýtast sem neyðarleið. EFLA leggur ríka áhersla á að hönnun stíga, vegaslóða og bílastæða falli vel að landslaginu og að það sé unnið með það efni sem er á staðnum í aðalatriðum.

Myndmælingar með dróna

Strax á fyrstu dögum gossins mætti starfsfólk EFLU á staðinn með dróna og myndavélabúnað til að framkvæma myndmælingar á svæðinu. Myndmælingarnar nýtast með fjölbreyttum hætti eins og við útreikninga á hraunflæði, hraunvarnir og við skipulagsvinnu á svæðinu. Yfir 55.000 manns út um allan heim hafa skoðað þrívíddarlíkan sem EFLA gerði í mars af eldgosinu. Þessi birtingarmynd af efni gefur fólki alveg nýja leið til að gera sér grein fyrir staðháttum og þróun mála á svæðinu.

Nú hefur nýtt myndband, tekið með dróna, af gosstöðvunum litið dagsins ljós en starfsfólk EFLU tók myndefnið upp 5. maí síðastliðinn.

Áfangastaður ferðamanna

Víðtækt samráð er við Umhverfisstofnun og Grindavíkurbæ sem gefa leyfi fyrir hluta framkvæmdanna en bílastæðin eru háð deiliskipulagi á svæðinu. Landeigendur munu sjálfir sjá um framkvæmdir á svæðinu en með tilkomu Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hefur styrktarumhverfi slíkra framkvæmda orðið öflugra og kvikara. Búið er að fjármagna gerð göngustíga en yfirvöld kosta gerð þeirra, landeigendur kosta sjálfir veg að nýjum bílastæðum og munu fjármagna framkvæmdirnar með gjaldtöku. Hvort sem eldgosið haldi lengi áfram eða hættir fljótlega mun svæðið verða vinsæll áfangastaður ferðamanna og því brýnt að koma nauðsynlegum innviðum upp á svæðinu.

EFLA hefur unnið mikið með ferðaþjónustuaðilum og meðal verkefna eru:

Sjá einnig viðtal við Jón Hauk Steingrímsson, jarðverkfræðing hjá EFLU, í fréttum Stöðvar 2.