Tvö störf laus til umsóknar

04.08.2021

Fréttir
The picture shows some text with company logo and schematic drawing in a wall in the background

Tvö störf eru laus til umsóknar á iðnaðarsviði.

EFLA leitar að tveimur liðsfélögum, annars vegar raflagnahönnuði og hins vegar tækniteiknara. Um er að ræða störf á iðnaðarsviði í fagteymi raf- og fjarskipta.

Tvö störf laus til umsóknar

Iðnaðarsvið EFLU veitir margvíslega þjónustu á sviði iðnaðar, framleiðslu og stjórnkerfa. Unnið er að þróun snjalllausna og heildarlausna þar sem gervigreind, róbótatækni og myndgreining gegna mikilvægum hlutverkum. Á sviðinu starfa sérfræðingar með fjölbreytta reynslu og bakgrunn og veita ráðgjöf í iðnaði og framleiðslu, þar með talið í stjórnkerfum, vinnsluferlum, stýringum og sjálfvirkni.

Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Fagteymi raf- og fjarskipta leitar að tveimur liðsfélögum og hvetur áhugasama um að kynna sér störfin eða hafa samband til að fá frekari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst næstkomandi.

Raflagnahönnuður

EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni með sérþekkingu á raflagnahönnun. Um er að ræða starf á iðnaðarsviði í fagteymi raf- og fjarskipta.

Helstu verkefni

  • Hönnun raflagna í iðnaðarumhverfi
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Rafvirki, rafiðnfræðingur, rafmagnsverk- eða tæknifræðingur
  • Reynsla af raflagnahönnun
  • Reynsla í notkun AutoCad og Revit er kostur
  • Nákvæmni, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfsfærni
  • Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt

Tækniteiknari

EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum tækniteiknara. Um er að ræða starf á iðnaðarsviði í fagteymi raf- og fjarskipta.

Helstu verkefni

  • Uppsetning og gerð teiknisetta
  • Uppsetning og gerð einlínumynda og raflagnateikninga
  • Magntaka og almenn tækniteiknun
  • Unnið með sérfræðingum í margvíslegum verkefnum

Hæfniskröfur

Próf í tækniteiknun

Þekking á Revit, AutoCad og Inventor

Framúrskarandi samskipta- og samstarfsfærni

Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt

Lausnamiðuð hugsun og metnaður

Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum ráðningarvef EFLU fyrir 16. ágúst 2021. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri iðnaðarsviðs, Skúli Björn Jónsson.

Sækja um

EFLA vill fá til liðs við sig kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, áhugaverðan starfsvettvang í alþjóðlegu umhverfi og góðan starfsanda.