Fréttir


Fréttir

Gull-hjólavottaður vinnustaður

26.4.2021

EFLA leggur mikið upp úr góðri hjólreiðamenningu meðal starfsfólks og hefur tekið á móti gullvottun sem hjólavænn vinnustaður. 

  • hjólavottun 2021
    Ragnar Gauti Hauksson, samgönguverkfræðingur hjá EFLU, tekur á móti gullvottun frá Sesselju Traustadóttur, framkvæmdastýru Hjólafærni.

Hjólavottun vinnustaða er tæki til að innleiða markvisst bætta hjólreiðamenningu. Með þessum hætti hvetur vottunin vinnustaði til að bæta aðbúnað, fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn, sem leiðir til þess að fleiri velji umhverfisvæna og heilbrigða ferðamáta í daglegu lífi. 

Eins og fram kemur í mannauðsstefnusamgöngustefnu og umhverfisstefnu EFLU eru starfsmenn hvattir til heilbrigðra lífshátta og umhverfisvænni ferðamáta með einum eða öðrum hætti. Í ljósi þessa hefur EFLA kappkostað að skapa aðstöðu á vinnustaðnum til að gera starfsmönnum þetta mögulegt. 

Það er Hjólafærni sem tekur út fyrirtæki og gefur út vottun: brons (25-49 stig), silfur (50-74 stig), gull (75-89 stig) eða platínum (90-100 stig) allt eftir því hversu mörgum stigum er náð. 

EFLA hlaut gullvottun fyrir neðangreindar starfsstöðvar fyrirtækisins með eftirfarandi stigafjölda:

  • EFLA í Reykjavík = 87
  • EFLA Norðurland á Akureyri = 81
  • EFLA Austurland á Egilsstöðum= 75
  • EFLA Suðurland á Selfossi = 75

Hjólavottunin gildir í tvö ár frá útgáfudegi og stefnir EFLA ótrauð á að ná hærri stigafjölda við næstu úttekt og gera aðstæður fyrir hjólandi starfsfólk og gesti enn betri á næstu árum.