Drykkjariðnaður

Drykkur, Bjór, Mjólk, Safi, Áfengi, Gos, Framleiðsla

EFLA býður upp á fjölbreytta og heildstæða þjónustu við drykkjariðnaðinn. EFLA hefur áratugareynslu af ráðgjöf, hönnun, framkvæmdaeftirliti og gangsetningum innan geirans. Reynslan felst meðal annars í hönnun og vali á lögnum og búnaði ásamt gerð kerfismynda. 


EFLA hefur sinnt forritun fyrir mjólkuriðnaðinn, áfengisframleiðslu og öl- og gosdrykkjaframleiðslu um árabil.

Tengiliðir

Sérfræðiþekking EFLU byggir á breiðum grunni og veitir viðskiptavinum fjölbreyttar lausnir á hagkvæman og faglegan hátt. EFLA vinnur öll verkefni með hagkvæmni, skilvirkni og rekstraröryggi viðskiptavina í huga.

EFLA býður upp á margvíslega þjónustu, svo sem viðhaldsþjónustu sem felst einna helst í endurbótum, uppfærslum kerfa og nýframkvæmdum svo eitthvað sé nefnt.

Lægri rekstrarkostnaður

Lausnir sem stuðla að skilvirkari kerfum, öruggara vinnuumhverfi og auknu rekstraröryggi skila lægri rekstrarkostnaði og lágmarka birgðaþörf.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Gerð kerfismynda
  • Hönnun og val á búnaði og lögnum
  • Autocad Pland 3D og 4D hönnun
  • Forritun búnaðar

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei