Framleiðslukerfi

hugbúnaðarlausn, stafrænar upplýsingar, framleiðsluferli, verksmiðjuumhverfi, vélbúnaðarframleiðendur, Gagnabrú, hugbúnaðarkjarni,

EFLA hefur um árabil unnið með fyrirtækjum í framleiðslu og iðnaði. Starfsfólk hefur mikla þekkingu á stjórnkerfum, iðnvélum og skjákerfum sem notaðar eru í starfseminni ásamt öðrum hugbúnaði, en þessi kerfi tala ekki endilega saman. Mikill ávinningur getur falist í því að tengja þessi kerfi saman til að þau geti miðlað upplýsingum sín á milli og til þess að fá betri yfirsýn yfir framleiðsluna.

Tengiliður

Framleiðslukerfi er hugbúnaðarlausn sem var þróuð til að draga fram gögn og aðrar stafrænar upplýsingar úr framleiðsluferli í rauntíma og miðla þeim áfram til starfsmanna og stjórnenda. Kerfið veitir mikilvægar upplýsingar um afköst, flöskuhálsa og tækifæri til umbóta. Kerfið er óháð vélbúnaðarframleiðendum og er mjög sveigjanlegt varðandi tengingar við önnur kerfi, framsetningu upplýsinga og uppsetningar í verksmiðjuumhverfi.

Fjölbreytt viðmót

Framleiðslukerfi byggir á Gagnabrú EFLU sem er hugbúnaðarkjarni til að auðvelda að tengja saman ólík kerfi, samstilla og greina gögn ásamt því að draga fram upplýsingar í rauntíma. Mælingar frá stýrivélum og skráningar starfmanna eru vistaðar með tímastimplum, en þannig verða til gögn sem unnt er að vinna verðmætar upplýsingar úr og miðla . Þessi gögn nýtast til ákvörðunartöku í gegnum fjölbreytt viðmót hvort sem um er að ræða vefsíður, öpp, Windows-forrit eða greiningartól svo sem t.d. Power BI eða Tabelau.

Upplýsingar í rauntíma

Framleiðslukerfið veitir notendanum mikilvægar upplýsingar í rauntíma og er mjög sveigjanlegt varðandi tengingar við önnur kerfi.

Á meðal þjónustusviða eru

 • Móttaka, framleiðsla, pökkun, afhending og birgðir
 • Öflugt Windows-forrit með sjálfvirkri uppfærslu og netdreifingu
 • Möguleikar á viðmóti í appi og á vefi
 • Auðveld miðlun gagna til og frá öðrum kerfum
 • Fjölbreytt framsetning á innskráningar-, upplýsinga- og mælaborðum
 • Tengingar við stýrivélar, vogir og teljara óháðar vélbúnaðarframleiðendum
 • Vistar mælingar í gagnagrunni sem tímaraðir
 • Birtir tölfræði í rauntíma bæði í töflum og/eða sem gröf
 • Tryggir rekjanleika framleiðslu sem byggir á lotunúmerum og tímaskráningu
 • Tengist strikamerkjaskönnum og merkimiðaprenturum
 • Öflugar aðgangsstýringar
 • Skýrslur til útprentunar
 • Flutningur á gögnum yfir í Excel til frekari úrvinnslu
 • Viðmót á íslensku, ensku og möguleiki á öðrum tungumálum
 • Skipta má um tungumál um að vild án þess að endurræsa forrit
 • Tengingar við NAV, DK, Innova, Fiix og fleiri kerfi

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei