Gagnavinnsla og veflausnir

Vefgátt, Veflausn, Gögn, Gagnagátt, Gagnasöfnun, Mælaborð, Sjálfvirkar skýrslur, Rekjanleiki, Rekjanleikakerfi, OEE, Skýjalausnir, Internet of things, Birting gagna, Tölvusjón, Hugbúnaður

EFLA sérhæfir sig í úrvinnslu gagna frá mælitækjum, stjórnbúnaði og gagnagrunnum. Lausnirnar eru ýmist staðlaðar eða sérsmíðaðar, allt eftir eðli og umfangi verksins.


Góðar ákvarðanir byggja á réttum upplýsingum og með öflugri gagnavinnslu næst aukin yfirsýn og skilningur fyrirtækja á eigin gögnum.

Tengiliður

Með faglegri greiningu og birtingu gagna er hægt að taka ákvarðanir sem m.a. geta aukið framlegð og minnkað sóun. EFLA starfar með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins og veitir sveigjanlegar lausnir.

Undanfarin 10 ár hefur EFLA sérhannað veflausnir fyrir hina ýmsu viðskiptavini eins og Norðurál, Lýsi og MS.

Skýrar upplýsingar

Veflausnir EFLU auðvelda miðlun upplýsinga til hagsmunaaðila og birta þær með skýrum hætti í tölvum, snjalltækjum og á vefmiðlum. 

Þjónustunni er skipt í eftirfarandi flokka


Vefgátt  

Vefgátt EFLU er öflug og sveigjanleg þjónusta fyrir veflausnir sem eru sérsniðnar að þörfum hvers og eins.

Gögnum frá mælibúnaði, kerfum og tækjum er safnað saman í aðgengilega gagnagrunna. Sérfæðingar okkar veita faglega aðstoð við greiningu gagna og eru niðurstöður mælinga og greininga birtar í notendavænni framsetningu og í sjálfvirkum skýrslum.

Þjónusta vefgáttarinnar skiptist í þrjá meginflokka, gagnasöfnun, gagnagreiningu og gagnaframsetningu. 

Tengd þjónusta


Sjálfvirkar skýrslur


Gagnasöfnun er mikilvægur hluti af daglegum rekstri fyrirtækja. Sjálfvirk skýrslugerð tryggir reglulegt upplýsingaflæði frá ýmsum gagnagrunnum. 

Sjálfvirk greining á gögnum og sjálfvirk skýrslugerð tryggir reglulegt upplýsingaflæði til stjórnenda sem geta tekið betri ákvarðanir.

Skýrslurnar hafa reynst öflugt hjálpartæki í iðnaði og í þeim eru gögn samþætt frá ólíkum uppsprettum, t.d. mismunandi gagnagrunnum, tækjum og viðskiptakerfum. Gögnin eru birt á notendavænan og aðgengilegan hátt.

Samkvæmt rannsókn McKinsey, 2017, er ekki nema innan við 1% safnaðra gagna nýtt til góðra verka og því ljóst að á mörgum stöðum má bæta úr því hvernig greiningu gagna er háttað. 

Tengd þjónusta


Rekjanleikakerfi


Nútíma framleiðsluhættir krefjast öruggs rekjanleikakerfis. Með rekjanleikakerfi frá EFLU er hægt að fylgjast með og greina gæði framleiðsluvara frá upphafi til enda.

Lausn EFLU samþættir rekjanleikakerfi við nánast hvaða stjórnbúnað sem er og veitir aðstoð við gerð sérhannaðra lausna. 

Vefgátt EFLU veitir notendavænt aðgengi úr tölvum og snjalltækjum hvaðan sem er innan fyrirtækis eða utan ef þörf krefur.


Frammistöðumat framleiðslu

Rauntíma frammistöðumat framleiðslu (Overall Equipment Efficiency) veitir framleiðslufyrirtækjum heildaryfirsýn yfir starfsemina og framleiðslu.

Kerfið dregur upplýsingar úr viðskiptakerfum og stjórnbúnaði og metur frammistöðu framleiðslunnar í rauntíma. Niðurstöðurnar eru birtar í mæliborðum sem eru aðgengilegar úr tölvum og snjalltækjum í vefgátt EFLU.

Sérfræðingar EFLU aðstoða fyrirtæki við greiningar á mælingum, uppsetningu á mælibúnaði eftir þörfum, samskipti við mismunandi stjórnbúnað ásamt innleiðingu og uppsetningu á frammistöðumatinu.

Vefgátt

Þverfaglegt teymi

Sérþekking EFLU er yfirgripsmikil þar sem fyrirtækið hefur á að skipa sérfræðingum á flestum sviðum sem viðkoma iðnaði og lausnum tengdum stjórnkerfum, mælingum, fjarskiptum, gagnagrunnum og gagnaúrvinnslu. 

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei