Iðnstýringar

Framleiðsla, Framleiðsluferlar, Sjálfvirknistýring, Stjórnkerfi, Eftirlitskerfi, Stjórn- og eftirlitskerfi, Sjálfvirkni

Meginhlutverk iðnstýringa er að auka sjálfvirkni og afkastagetu hjá framleiðslufyrirtækjum með það að markmiði að auka framleiðni og tryggja öryggi starfsmanna.


Sérfræðingar EFLU hafa víðtæka reynslu í hönnun iðnstýrikerfa og þjónustu þar að lútandi.

Tengiliðir

Með innleiðingu iðnstýringa í framleiðsluferlum næst fram betri nýting á tækjabúnaði auk þess sem hægt er að fækka einhæfum störfum og tryggja betur öryggi starfsmanna. 

Þá er gagnasöfnun úr framleiðsluferlum sífellt mikilvægari þáttur m.t.t. rekjanleika framleiðslu og til að tryggja gæði. 

Gæðavottað samstarf


EFLA hefur gert svokallað RCSI (e. Recognized System Integrator) samning  við bandaríska fyrirtækið Rockwell Automation sem staðfestir að EFLA hafi þekkingu og færni til að nota vörur og hugbúnaðarlausnir samkvæmt gæðakröfum þeirra. Rockwell Automation býður upp á öflugar iðnstýringar, þ.e. stjórnbúnað og vélbúnað sem mörg fyrirtæki á Íslandi nota, s.s. álver, veitufyrirtæki, fiskvinnslufyrirtæki og matvælaframleiðendur. Vottað samstarf tryggir öfluga þjónustu og stuðning frá söluaðila á öllum stigum verkefna. 

Á meðal þjónustusviða eru

  • Þarfagreining á sjálfvirknivæðingu framleiðsluferla
  • Kerfislýsingar á framleiðsluferlum
  • Hönnun iðnstýrikerfa og stjórnskápa
  • Val á búnaði
  • Forritun iðnstýrikerfa
  • Myndgreining
  • Forritun á róbótum
  • Uppstart og prófanir
  • Þjónusta við ýmsar gerðir iðnstýrikerfa
  • Öryggisgreining iðnstýri- og framleiðslukerfa
  • Gerð útboðsgagna
  • Kennsla og þjálfum rekstrar- og þjónustuaðila
  • Gagnaver og gagnaveitur

Iðnstýring eykur sveigjanleika

Með öflugri iðnstýringu, uppfærslu og breytingum á vinnsluferlum má auka sveigjanleika framleiðslunnar og framleiðni getur aukist. Þá nást frekari möguleikar á meðhöndlun mæligilda fyrir skýrslugerð og framleiðslustýringu, sér í lagi hjá fyrirtækjum með vottaða framleiðslu.

Hvenær ætti að innleiða iðnstýringar í fyrirtæki?

Í raun og veru ætti iðnstýring að vera hluti af daglegum rekstri fyrirtækja þar sem sjálfvirknivæðing getur aukið framleiðni, haft jákvæð áhrif á áreiðanleika búnaðar og aukið öryggi starfsmanna. Þá getur það haft áhrif á umhverfisþætti eins og bættri orkunýting og betri nýtingu hráefna.



Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei