Landtengingar skipa
Raftenging, Skip, Uppsjávarskip,
Orkuskipti í íslenskum höfnum er eitt af þeim verkefnum sem stjórnvöld hafa sett á oddinn í tengslum við loftslagsaðgerðir. EFLA hefur unnið að lausnum varðandi landtengingu rafmagns í skipum. Slíkur ávinningur er bæði fjárhagslegur og umhverfislegur fyrir fyrirtæki.
Tengiliður
Brynjar Bragason Rafmagnstæknifræðingur B.Sc. Sími: +354 412 6058 / +354 665 6058 Netfang: brynjar.bragason@efla.is Reykjavík
Löndun á afla úr skipum krefst töluverðrar orku sem í dag er í flestum tilfellum framleidd með olíudrifnum rafölum um borð í skipi. Þessu má breyta með því að nota raforku frá landi í stað olíu um borð og draga þannig úr gangtíma rafala skipa þegar þau liggja við höfn. Það þarf að huga að ýmsum tæknilegum forsendum og tryggja að rafkerfi passi við og fullnægi orkuþörf viðkomandi skips.
Hjá EFLU hefur verið unnið að landtengingum skipa við hafnir um langt skeið. Nýverið var unnið verkefni sem snýr að útfærslu landtengingar uppsjávarskipa fyrir Síldarvinnsluna í Neskaupstað. Þar er gert ráð fyrir að taka út alla olíunotkun skips á meðan löndun úr skipi í vinnslu stendur yfir.
Umhverfisvænn og fjárhagslegur ávinningur
Með landtengingu skipa í höfn lækkar orkukostnaður, loftmengun minnkar, minna slit verður á vélbúnaði um borð og vinnuumhverfi batnar.
Á meðal þjónustusviða eru
- Þarfagreining
- Tæknilegar forsendur skilgreindar
- Hönnun rafkerfis
- Hönnun og útfærsla tengibúnaðar við skip