Mælitækni

Mælingar, Mæligögn, Mælikerfi

Hjá EFLU starfa sérfræðingar í mælitæknilausnum og veita alhliða þjónustu í sjálfvirkum mælikerfum og hafa yfir 25 ára reynslu á markaðnum.


Meðal viðskiptavina eru matvælafyrirtæki, fiskvinnslur, vatnsveitur, fráveitur, áliðnaðurinn, vegagerðir og mjólkuriðnaðurinn, bæði innlands sem utan.

Tengiliður

EFLA leitast ávallt við að finna bestu lausnina fyrir viðskiptavini og nýtir allar gerðir mælitækja til þess. Þar má nefna einfalda skynjara eins og hitaskynjara og rakaskynjara eða þrýstisskynjara yfir í flóknari skynjara eins myndavélar, hitamyndavélar, fjarlægðaskanna og rennslismæla.

Verðmæti felast í gagnasöfnun

Með því að nýta mælitækni til fullnustu má safna saman gögnum og greina úr þeim verðmætar upplýsingar sem geta dregið úr rekstrarkostnaði og aukið framleiðni. 

Þjónustunni er skipt í eftirfarandi flokka 

Iðnaðarmælingar

Iðnaðarmælingar

EFLA veitir iðnfyrirtækjum alhliða mælitækniþjónustu og  samþættingu mælinga beint við framleiðslutæki og birtingu í upplýsingargáttum.

Þekking EFLU á skynjaratækni er víðtæk og spannar allt frá einfaldri skynjaratækni yfir í flóknar myndgreiningar sem veita vélum tölvusjón og greinir gæði framleiðslu.

Reykjavik_mailchimp

Tengd þjónusta


Hitaeftirlit

Hitaeftirlit

Út frá hitaútgeislun búnaðar má meta ástand hans með nákvæmum hætti. EFLA býður upp á úrval lausna á sviði hitaeftirlits og hefur á að skipa hóp sérfræðinga í myndgreiningu og mælingum með hitamyndavélum.

Sérfræðingar okkar hafa miklu reynslu í að framkvæma og innleiða fyrirbyggjandi hitaeftirlit fyrir stór sem smá fyrirtæki.

Þjónusta og vörur á sviði hitaeftirlits skiptast í eftirfarandi þætti:

 • Fyrirbyggjandi eftirlit með rafkerfum og vélbúnaði.
  Sérfræðingar EFLU aðstoða fyrirtæki við að skipuleggja og halda úti hitaeftirliti sem er sérsniðið að þörfum hvers og eins. Með vel skipulögðu hitaeftirliti geta fyrirtæki aukið rekstraröryggi, komið í veg fyrir tjón vegna bruna og komið í veg fyrir rekstrarstöðvanir.

  EFLA veitir alhliða þjónustu á sviði hitaeftirlits og býr yfir öflugum hitamyndavélum ásamt flugdrónum með sérútbúnum hitamyndavélum.

 • Vöktun úr lofti með dróna.
  Hitaeftirlit með dróna hentar vel fyrir stór svæði, rannsókn hitaleka frá húsum, ástandsgreiningu raflína og athugun virkni á jarðhitasvæðum svo að eitthvað sé nefnt.

 • Sjálfvirkt hitaeftirlit.

  EFLA sérhæfir sig í sjálfvirku hitaeftirliti með hitamyndavélum. Sjálfvirkt hitaeftirlit nýtir myndgreiningu til þess að meta ástand á búnaði út frá augnablikshitastigi og hitasögu. Fyrirtæki geta metið ástand búnaðar í rauntíma og geta komið í veg fyrir tjón vegna ófyrirséðrar stöðvunar, skemmdir á búnaði eða bruna.  

 • PotSafe
  PotSafe er vara frá EFLU sem er dæmi um sjálfvirkt hitaeftirlitskerfi sem greinir ástand rafgreiningarkerfa álvera með hitamyndavélum. PotSafe gerir álverum kleift að fara í fyrirbyggjandi undirbúningsvinnu sem kemur í veg fyrir tjón, styttir viðbragstíma og bætir öryggi í kerskálum.  

Tengd þjónusta


Myndgreining

Myndgreining

Sjálfvirk myndgreining veitir tækjum tölvusjón til þess að sjálfvirknivæða flókna og/eða hættulega ferla hjá framleiðslu­fyrirtækjum. 

Sjálfvirknivæðing ferla getur bæði aukið öryggi við framleiðslu og skapað fjárhagslegan ávinning. Myndgreiningarkerfið getur tengst við allar tegundir myndavéla og vélbúnaðar, PC, PLC, SCADA, róbóta o.sfrv.  

Þjónusta á sviða myndgreiningar skiptist í eftirfarandi þætti

 • Myndgreining fyrir iðnað
  Fjölmörg tækifæri eru fyrir iðnfyrirtæki til að nýta myndavélar og fylgjast með framleiðslu og umhverfinu. Með myndgreiningu er hægt að gera margskonar snertilausar mælingar á t.d. stærð, lögun og litum vörunnar. 

 • Myndgreining fyrir myndavélaeftirlitskerfi
  Sérhæfðar myndgreiningarlausnir EFLU geta tengst öllum öryggismyndavélakerfum. Með sjálfvirkri greiningu á myndefni má auka gagnsemi myndavélaeftirlits.

Tengd þjónusta


Umhverfis loftgæði

Umhverfis- og loftgæða
mælingar

EFLA hefur sérhæft sig í umhverfis- og loftgæðamælingum og veitir ráðgjöf við val á búnaði, uppsetningu og greiningu á gögnum.

Umhverfismælingar geta verið framkvæmdar til skemmri eða lengri tíma og varpað ljósi á meðal annars umferðarhávaða, veðurfar og loftgæði.

Tengd þjónusta

Loftmynd af Kvósinni


Þráðlausar mælingar

Þráðlausar mælingar

EFLA hefur hannað þráðlausan mælibúnað sem sendir gögn í vefgátt. Auðvelt er að koma búnaðinum fyrir við erfiðar aðstæður til skemmri eða lengri tíma. 

Búnaðurinn getur gengið fyrir rafhlöðu eða rafmagni og getur tengst  hita-, raka- og loftgæðanemum.
VefgáttTengd þjónusta


Alhliða mælingar

EFLA veitir öfluga ráðgjöf varðandi val á búnaði, úrvinnslu gagna og aðferðafræði mælinga. Sérfræðingar okkar finna réttu lausnina. 


Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei