Varmadælur

Húshitun, Dælur

Varmadælur geta verið hagkvæmur kostur fyrir þá aðila sem eiga ekki kost á að nýta jarðvarma til húshitunar. EFLA veitir alhliða ráðgjöf varðandi val á varmadælum, allt frá þarfagreiningu til viðhalds og endurnýjun kerfa.

Nánari upplýsingar

Með uppsetningu á varmadælu næst umtalsverð minnkun á raforkunotkun. Varmadælur henta einnig vel til upphitunar á sundlaugum þar sem hitaveitu gætir ekki við.

Varmadælur dæla varma úr umhverfi og inn í hús til upphitunar. Gæði varmalindarinnar ásamt eiginleikum varmadælu og upphitunarhitastig ráða orkuhagkvæmni kerfisins. Varmalindir fyrir varmadælur geta verið margvíslegar, til dæmis útiloft, sjór/vatn/lækur, jarðvarmi, grunnvatn eða berghiti. Við nýtingu þarf m.a. að hafa í huga magn, aðgengileika, kostnað við virkjun, ársmeðalhita varmalindar, varmrýmd, tæringu og mögulega mengunarhættu.

Afköst varmadælu eru mæld með afkastastuðli (e. COP: Coefficient of Performance) en til að fá raunhæfar tölur um raforkusparnað og til samanburðar er frekar stuðst við árstíðarbundinn afkastastuðul (e. SCOP: Seasonal Coefficient of Performance) sem byggir á reglugerð ÍST EN 14825. Afkastastuðlarnir segja til um hve margar kWh af varma er hægt að fá fyrir hvert kWh af rafmagni sem varmadælan notar. Dæmi um slíkt er ef afkastastuðull er 3 þá fást 3 kWh af varma fyrir hverja eina kWh af rafmagni.

Mikilvægt að vanda valið

Varmadælur geta lækkað raforkukostnað fyrir upphitun en skilgreina þarf vel varmaþörf til að sem hagkvæmasta stærð og tegund varmadælu sé valin. Vanda þarf val á varmadælu og gæði varmalindarinnar eru gífurlega mikilvæg fyrir hagkvæmni hennar. 


EFLA er ekki tengd framleiðendum á varmadælum og því óháður aðili þegar kemur að því að velja búnað.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Verkefnastýring
  • Þarfagreining
  • Forhönnun og hagkvæmniútreikningar
  • Rafmagns- og lagnahönnun
  • Gerð verðfyrirspurna og/eða útboðsgagna
  • Eftirlit með framkvæmd
  • Viðhald og endurnýjun kerfa

VarmadælurVarmadælur dæla varma úr umhverfinu og inn í hús til upphitunar.
Mynd fengin frá Clipartmax.com

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei