Almenningssamgöngur

Samgöngur, Hönnun strætóreina, Strætó, Skipulagning almenningssamgangna, Strætisva

Almenningssamgöngur eru mikilvægur hluti af samgöngum, þá sérstaklega á höfðuborgarsvæðinu þar sem almenn umferð einkabíla er orðin mjög mikil og á köflum meiri en gatnakerfið þolir. 


EFLA hefur til margra ára sinnt ráðgjöf á þessu sviði og býður fram heildræna og þverfaglega þekkingu til að takast á við þessi verkefni.

Tengiliðir

Lausnir sem stuðla að því að gera almenningssamgöngur öruggari, skilvirkari og hagræðingu ferðatíma, geta stuðlað að aukinni notkun almenningssamganga og þar með haft jákvæð áhrif á mannlíf og umhverfi í okkar samfélagi.  

Aðgerðir eins og skipulagning og hönnun strætisvagnaakreina, stýring á forgangsakstri strætó á gatnamótum, strætóstoppistöðvar, uppbygging umferðarmiðstöðva eru dæmi um verkefni sem eru mikilvæg í þessu samhengi, sem og þróun og skipulagning almenningssamganga í tengslum við þéttingu og uppbyggingu byggðar.

Að auki veitir EFLA aðstoð við rannsóknir og ferðavenjukannanir tengdum almenningssamgöngum, sem og þróun tillaga sem meta áhrif mismunandi innviðauppbyggingu fyrir almenningssamgöngur. Þetta getur verið í tengslum við uppbyggingu á vegakerfinu eða önnur þróunarverkefni.

Örugg leið frá A til Ö

Víðtæk þekking og skilningur samgöngusviðs EFLU á almenningssamgöngum sem og þekking annarra fagsviða EFLU nýtist við að skila heildarlausn við einfaldar jafnt sem flóknar aðstæður.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Skipulagning, þróun og hönnun á lausnum sem stuðla að forgangsakstri strætó
  • Forgangsakreinar almenningssamgangna, hönnun og skipulag
  • Stoppi- og biðstöðvar almenningssamgangna, útfærsla og hönnun m.t.t. aðgengis allra vegfarenda
  • Samspil gangandi, hjólreiða og almenningssamgangna, innan og utan þéttbýlis
  • Ferðavenjukannanir

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei