Hafnir og hafnarmannvirki

Höfn, Skipahöfn

Hafnir og hafnarmannvirki gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og hagkerfinu. Skip eru að stækka og umfang fraktflutninga að aukast sem leiðir til meiri eftirspurnar og eflingu innviða, stækkun hafnamannvirkja og skilvirkari reksturs hafna. 


EFLA hefur mikla reynslu í hönnun, ráðgjöf og þjónusta á öllum stærðum og gerðum af hafnarframkvæmdum, bæði á Íslandi og erlendis.

Tengiliður

Til að halda í við þessa þróun verða hafnir að fjárfesta í uppbygginu um leið og þær verða að uppfylla nýjastu umhverfis- og öryggisstaðla.

Sérfræðingar EFLU veita ráðgjöf með það að markmiði að tryggja öruggar, skilvirkar og vistvænar hafnir og bjóða alhliða ráðgjöf sem snýr að hafnarframkvæmdum. Má þar nefna hönnun á stálþils-, harðviðar- og steypubryggjum. Þjónustu við allar byggingar á hafnarsvæðum, lagnakerfum, tillögugerð og hönnun á nýjum höfnum, gerð útboðsgagna, kostnaðaráætlana og eftirlit.

Í örugga höfn

EFLA leggur mikill áherslu á öryggi hafna fyrir eigendur og notendur hafnarmannvirkja. Það er gert með því að leggja áherslu á áreiðanleika, skilvirkni og öryggismál í allri nálgun verkefna.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Hönnun hafnarmannvirkja
  • Hönnun og hönnunararstjórnun samgönguverkefna
  • Útboðsgagnagerð og kostnaðaráætlanir
  • Öryggismál í höfnum
  • Jarðtækni, dýpkun og landfyllingar
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Eftirlit

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei