Jarðgöng
Jarðgangagerð, Jarðgangnagerð, Veggöng, Undirgöng
Sérfræðingar EFLU hafa mikla og fjölbreytta reynslu af jarðgangagerð bæði vegganga og vatnsaflsganga. Þannig höfum við t.d. séð um hönnun jarðgaga, verkeftirlit, hönnun fjarskipta, raflagna, lýsingar og hönnunarstjórnun.
Tengiliður
Jón Haukur Steingrímsson Jarðverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6135 / +354 665 6135 Netfang: jon.haukur.steingrimsson@efla.is Reykjavík
Margvísleg hönnun
EFLA hefur staðið fyrir hönnun jarðganga, eins og aðrennslisganga Búðarhálsvirkjunar sem eru með óvenjulegt þversnið og fara um mjög krefjandi jarðfræðilegar aðstæður.
Þá hefur EFLA um langa hríð unnið að hönnun raflagna, lýsingar, fjarskipta og stjórnkerfa í velflestum jarðgöngum Vegagerðarinnar.
Verkeftirlit á Íslandi
Starfsfólk EFLU hafði með höndum verkeftirlit með stærstum hluta af þeim jarðgöngum sem gerð voru við byggingu Kárahnjúkavirkjunar þar með talið með risaborunum.
EFLA sá um verkeftirlit með jarðgangagerðinni í Bolungarvíkurgöngum og Vaðlaheiðargöngum þar sem aðstæður voru oft á tíðum ansi erfiðar.
Sumarið 2017 hófst jarðgangagerð við Dýrafjarðargöng og var EFLA hlutskörpust í útboði um verkeftirlit með þeirri framkvæmd.
Jarðgöng í Noregi
Í Noregi hefur EFLA séð um hönnunarstjórnun, samræmingu útboðsgagna í tveimur stórum verkum þar af við ein neðansjávargöng. EFLA sér þar um flesta þætti hönnunarinnar. EFLA hefur einnig séð um hönnun á endurbótum eða nánast endurgerð á umferðarþungum neðansjávargöngum og séð um raflagnir, lýsingu, fjarskipti, stýrikerfi og tæknirými í fjölmörgum nýjum jarðgöngum á aðalveginum E6 í Norður-Noregi.
EFLA hefur einnig séð um úttektir og ástandsmat á eldri veggöngum og endurhannað styrkingar í hrunin og stórskemmd vatnsaflssgöng erlendis.
Bættur samgöngumáti
Jarðgöng geta aukið umferðaröryggi og bætt samgöngumáta viðkomandi byggða og haft þannig jákvæð áhrif á samfélagið.
Á meðal þjónustusviða eru
- Eftirlit með jarðgangagerð og umsjón á verktíma
- Hönnunarstjórnun
- Jarðfræðirannsóknir
- Forhönnun og leiðarval
- Raflagnir og lýsing
- Fjarskiptakerfi
- Stýrikerfi jarðganga, hönnun og forritun
- Veghönnun
- Bergstyrkingar
- Steyptir vegskálar
- Tæknirými
- Frost- og vatnsvarnir
- Frárennslislagnir
- Umferðaröryggismál og skilti