Umferðarskipulag
Umferð, Farartæki, Umferðaröryggi, Samgöngumáti, Samgöngur, Gatnamót, Umferðartækni, Traffík
Umferð fólks og farartækja er hluti af okkar daglega lífi og mikilvægt að þessum þætti sé sinnt af kostgæfni. Verkefni á sviði umferðarskipulagsmála verða sífellt stærri, umfangsmeiri og flóknari eftir því sem fólki fjölgar og byggð vex.
Auk þess hafa kröfur um umferðaröryggi, aukna afkastagetu og jafnræði milli allra samgöngumáta aukist. Heildræn og þverfagleg þekking í verkefnum á sviði skipulagsmála verður sífellt mikilvægari.
EFLA hefur til margra ára sinnt ráðgjöf varðandi umferðarskipulag og hefur innan sinna raða sérfræðinga með mikla reynslu og þekkingu á sviði umferðarmála og skipulags.
Tengiliðir
Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir Skipulagsfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6073 / +354 665 6073 Netfang: elin.rita.sveinbjornsdottir@efla.is Reykjavík
Berglind Hallgrímsdóttir Umferðarskipulag og tækni Ph.D. Sími: +354 412 6266 / +354 691 5536 Netfang: berglind.hallgrimsdottir@efla.is Reykjavík
Starfsfólk EFLU hefur unnið í stórum jafnt sem smáum verkefnum á sviði umferðarskipulags. Verkefnin eru fjölbreytileg, allt frá skoðun umferðar í tengslum við skipulagstillögur til uppbyggingarnýrra lóða eða breytingar á landnotkun. Við vinnslu slíkra verkefna hefur EFLA unnið tillögur að úrbætum á umferðarskipulagi innan lóða s.s. aðkoma gangandi, vöruflutninga og skipulag bílastæða og tengingar lóða við gatnakerfið (s.s. staðsetning á innkeyrslu og göngutenginum).
Við verkefni sem snúa að skipulagi hverfa og svæða eru almenningssamgöngur (t.d. staðsetning og útfærsla stoppustöðva) og tengingar við hjóla- og göngustígakerfi einnig oft til skoðunar. Við vinnu allra tillaga er haft að leiðarljósi umferðaröryggi og að stuðla að notalegu umhverfi sem hvetur til vistvænna samgangna og tryggja aðgengi allra.
Taka þarf tillit til margra þátta
Þverfagleg ráðgjöf sérfræðinga í umferðarskipulagi, skipulags- og umhverfismálum tryggir að tekið er tillit til allra þátta í þróun umferðarskipulags.
Á meðal þjónustusviða eru
- Skipulag nýrrar byggðar
- Skipulag svæða í eldri hverfum
- Skipulag lóða
- Skipulag hjóla- og göngustíga
- Skipulag bílastæða (bílaplana, -húsa og -kjallara)
- Stýringar og stefnumörkun bílastæðanotkunar
- Aðstoð við gerð skipulagsáætlana
- Aðstoð við gerð svæðis-, aðal- og deiliskipulags
- Samgönguáætlun, mótun stefnu og aðgerðaáætlun til eflingar vistvænna samgöngumáta
- Þarfagreiningu og mótun markmiða umferðarskipulags
- Ráðgjöf um úrbætur á umferðarflæði og aðgengi