Umhverfishávaði

Hávaði, Hávaðadreifing, Hljóðstig, Hljóðmön

Hávaði í umhverfinu hefur aukist síðastliðin ár og áratugi og mikilvægt er að kortleggja vel hávaðadreifingu og koma fyrir mótvægisaðgerðum til að lækka hljóðstig í umhverfinu.


EFLA hefur í rúma tvo áratugi kannað hávaða í umhverfinu frá fjölmörgum mismunandi hávaða­uppsprettum og hefur m.a. kortlagt bróðurpart umferðarmestu vega og flugvalla á Íslandi.

Tengiliður

EFLA notar fyrsta flokks hugbúnað og mælitæki við mat á hávaða­dreifingu og gerð hávaðakorta. Nær þessi vinna til flestra manngerðra hávaðauppspretta í umhverfinu, t.d. vélbúnaðar, mannvirkja, starfsemi og samgangna. Nýtist þessi vinna jafnt við mat á hljóðstigi og hávaðadreifingu ákveðins svæðis, mat á umhverfisáhrifum, umhverfismat áætlana, mat á áhrifum breytinga og við að heimfæra niðurstöður frá ákveðnum hljóðgjafa yfir á nýtt svæði.

Með kortlagningu á hávaða má meta hvort takmarka megi útbreiðslu hávaðans eða reyna að lækka hann með öðrum ráðum. Það er mikilvægt við helstu hljóðgjafa, t.d. umferðaræðar eða hávaðasaman atvinnurekstur og stuðlar að betra og vistvænna umhverfi fyrir alla.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Almenn ráðgjöf um hljóðvist og hávaðastjórnun
  • Hljóðstigsmælingar
  • Greining á hávaðaútbreiðslu
  • Gerð hávaðakorta
  • Hönnun mótvægisaðgerða
  • Stöðugreiningar og mælingar vegna starfsleyfa
  • Upplýsingagjöf til almennings og/eða starfsmanna
  • Titringsmælingar

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei