Umhverfis- og efnamælingar

Efnismælingar, Efnamælingar, Vöktunarmælingar, Frárennsli, Loftgæði, Mengun, Efnagreiningar, Loftgæðamælingar, Rennslismælingar, Símælingar, Gasmæling

Rannsóknarstofa EFLU framkvæmir alhliða vöktunar­mælingar og efnagreiningar á vatni, t.d. í frárennsli matvælafyrirtækja, kælivatni iðnfyrirtækja og skolpfrárennsli frá sveitarfélögum. 


Jafnframt framkvæmir rannsóknarstofan greiningar á loftgæðum, raka og myglu í húsnæði, gasmælingar frá urðunarstöðum og mælingar á mengun og næringarefnum í jarðvegi.


EFLA hefur starfrækt rannsóknarstofu á annan áratug og hafa sérfræðingar hennar öðlast mikla reynslu og þekkingu á frárennsli, mengunar- og efnagreiningum. 

Tengiliðir

Tækjabúnaður EFLU getur sinnt margskonar vöktunarmælingum á öruggan hátt, hvort sem er um að ræða mælingar á landi eða við vatn. Efnagreiningar fara fram á rannsóknarstofunni með sérhæfðum mælitækjum. 

Náið samstarf við sérhæfðar rannsóknarstofur bæði innanlands og erlendis gerir EFLU kleift að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heildarlausnir og tryggja gæði greininga. 

EFLA starfar samkvæmt vottuðu gæðakerfi (ISO 9001), umhverfis­stjórnunarkerfi (ISO 14001) og öryggis­stjórnunarkerfi (ISO 45001).

Sérfræðiþekking og áreiðanleg gögn

Mikilvægt er að veita almenningi, hagsmunaaðilum og stjórnvöldum réttar upplýsingar varðandi áhrif atvinnustarfsemi á umhverfið. Sérfræðiþekking EFLU á sviði gagnaöflunar, sýnatöku, meðhöndlunar sýna og efnamælinga aðstoðar fyrirtæki við að veita slíkar upplýsingar. 

Á meðal þjónustusviða eru

Rennslis- og efnagreining frárennslisstrauma og sigvatns urðunarstaða

  • Skolprennsli sveitarfélaga
  • Nýting verðmæta úr frárennsli fiskvinnslu
  • Mælingar til að uppfylla starfsleyskröfur

Greining jarðvegsmengunar með XRF tækni

  • Áhættugreining vatnsmengunar vegna mannvirkja eða starfsemi nærri vatnsverndarsvæðum

Kælivatnsgreining iðnfyrirtækja

  • Starfsleyfiskröfur 
  • Mat á hreinsun mengunarþátta og losun frá iðjuverum í sjávarviðtaka

Framleiðslustraumar matvælafyrirtækis

  • Mat á mengunar- og tæringarálagi matvælavinnslu á lagnir og umhverfi
  • Nýting aukaafurða í stað losunar í frárennsli

Efnagreining jarðvegs

  • Mat á næringargæðum moldar til ræktunar
  • Ástandsgreining golfvalla
  • Mælingar á hauggasi frá urðunarstöðum

Gas og loftgæðamælingar

  • Mat á vinnuumhverfi í framleiðslufyrirtækjum

Fjarvöktun á raka- og hitastigi

  • Viðhald mannvirkja
  • Raki og mygla í húsnæði

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei