Umhverfis- og efnamælingar
Efnismælingar, Efnamælingar, Vöktunarmælingar, Frárennsli, Loftgæði, Mengun, Efnagreiningar, Loftgæðamælingar, Rennslismælingar, Símælingar, Gasmæling
Rannsóknarstofa EFLU framkvæmir alhliða vöktunarmælingar og efnagreiningar á vatni, t.d. í frárennsli matvælafyrirtækja, kælivatni iðnfyrirtækja og skolpfrárennsli frá sveitarfélögum.
Jafnframt framkvæmir rannsóknarstofan greiningar á loftgæðum, raka og myglu í húsnæði, gasmælingar frá urðunarstöðum og mælingar á mengun og næringarefnum í jarðvegi.
EFLA hefur starfrækt rannsóknarstofu á annan áratug og hafa sérfræðingar hennar öðlast mikla reynslu og þekkingu á frárennsli, mengunar- og efnagreiningum.
Tengiliðir
Páll Höskuldsson Efnaverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6172 / +354 665 6172 Netfang: pall.hoskuldsson@efla.is Reykjavík
Helga J. Bjarnadóttir Efna- og umhverfisverkfræðingur M.Sc. - Sviðsstjóri Sími: +354 412 6109 / +354 665 6109 Netfang: helga.j.bjarnadottir@efla.is Reykjavík
Tækjabúnaður EFLU getur sinnt margskonar vöktunarmælingum á öruggan hátt, hvort sem er um að ræða mælingar á landi eða við vatn. Efnagreiningar fara fram á rannsóknarstofunni með sérhæfðum mælitækjum.
Náið samstarf við sérhæfðar rannsóknarstofur bæði innanlands og erlendis gerir EFLU kleift að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heildarlausnir og tryggja gæði greininga.
EFLA starfar samkvæmt vottuðu gæðakerfi (ISO 9001), umhverfisstjórnunarkerfi (ISO 14001) og öryggisstjórnunarkerfi (ISO 45001).
Sérfræðiþekking og áreiðanleg gögn
Mikilvægt er að veita almenningi, hagsmunaaðilum og stjórnvöldum réttar upplýsingar varðandi áhrif atvinnustarfsemi á umhverfið. Sérfræðiþekking EFLU á sviði gagnaöflunar, sýnatöku, meðhöndlunar sýna og efnamælinga aðstoðar fyrirtæki við að veita slíkar upplýsingar.Á meðal þjónustusviða eru
Rennslis- og efnagreining frárennslisstrauma og sigvatns urðunarstaða
- Skolprennsli sveitarfélaga
- Nýting verðmæta úr frárennsli fiskvinnslu
- Mælingar til að uppfylla starfsleyskröfur
Greining jarðvegsmengunar með XRF tækni
- Áhættugreining vatnsmengunar vegna mannvirkja eða starfsemi nærri vatnsverndarsvæðum
Kælivatnsgreining iðnfyrirtækja
- Starfsleyfiskröfur
- Mat á hreinsun mengunarþátta og losun frá iðjuverum í sjávarviðtaka
Framleiðslustraumar matvælafyrirtækis
- Mat á mengunar- og tæringarálagi matvælavinnslu á lagnir og umhverfi
- Nýting aukaafurða í stað losunar í frárennsli
Efnagreining jarðvegs
- Mat á næringargæðum moldar til ræktunar
- Ástandsgreining golfvalla
- Mælingar á hauggasi frá urðunarstöðum
Gas og loftgæðamælingar
- Mat á vinnuumhverfi í framleiðslufyrirtækjum
Fjarvöktun á raka- og hitastigi
- Viðhald mannvirkja
- Raki og mygla í húsnæði