Fréttir


Fréttir

Leið EFLU í átt að framúrskarandi samfélagsábyrgð

Verðlaun, framúrskarandi, Festa, Festu, Creditinfo, Samfélagsábyrgð

25.11.2018

Í tilefni viðurkenningar EFLU sem samfélagslega ábyrgt fyrirtæki var tengslafundur Festu haldinn hjá okkur fimmtudaginn 22. nóvember. Sögðum við frá þeirri vegferð sem var farin í átt til samfélagslegrar ábyrgðar í rekstrinum og í verkefnum okkar.

  • Samfélagsábyrgð rædd hjá EFLU
    Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU, bauð gesti velkomna á fundinn.

Festa er samstarfsvettvangur fyrirtækja sem vinna að samfélagslegri ábyrgð og á tengslafundum miðla gestir reynslu og þekkingu um samfélagsábyrgð. Það var okkur því bæði ljúft og skylt að bjóða gestum frá Festu í heimsókn og segja frá þeirri leið sem var farin til að auka hlut samfélagsábyrgðar og sjálfbærni hjá EFLU. 

Forsvarsmenn frá EFLU, Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri, Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs og Bergþóra Kristinsdóttir, fagstjóri á samgöngusviði, héldu erindi á fundinum.

Vegferð EFLU í átt samfélagsábyrgðar

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því byrjað var að skoða þær leiðir sem hægt væri að fara og árið 2004 fékk EFLA vottað gæðastjórnunarkerfi, 2006 fékkst vottun fyrir umhverfisstjórnun og 2011 vottun fyrir öryggisstjórnunarkerfi. Að vinna samkvæmt vottuðu stjórnkerfi gerði það að verkum að auðveldara er að skilgreina mælikvarða og leiðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum frá starfseminni. 

Þessu hefur síðan verið fylgt eftir með stöðugum umbótum og í kjölfarið voru málefni samfélagslegrar ábyrgðar innleidd.  Árið 2016 skrifaði EFLA skrifaði undir UN Global Compact og fylgir þeim 10 grundvallarviðmiðum Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð sem lúta að mannréttindum, vinnumarkaði, umhverfi og baráttu gegn spillingu.

Umhverfismál samofin starfeminni

Helga J. Bjarnadóttir sagði frá hvernig umhverfismálum í rekstri EFLU væri háttað og hvernig þau væru samofin þeim verkefnum sem unnið er að hjá fyrirtækinu. Þannig sé viðskiptavinum bent á umhverfisvæna valkosti þar sem slíkt er tæknilega og fjárhagslega mögulegt auk þess sem EFLA veitir ráðgjöf á sviði umhverfisstjórnunar

Árlega eru mælanleg markmið skilgreind og unnið að umbótaverkefnum til að ná markmiðunum. Árangur er vaktaður og niðurstöður kynntar fyrir starfsfólki. EFLA gefur sömuleiðis árlega út samfélagsskýrslu þar sem árangri er lýst. 

Vistvænn samgöngumáti

EFLA leggur mikla áherslu á umhverfisvænar lausnir í samgöngumálum og sagði Bergþóra Kristinsdóttir frá þeim leiðum sem hafa verið farnar til að auka hlut vistvænna samgangna, bæði hvað varðar starfsmenn og í þeirri ráðgjöf sem veitt er í málaflokknum.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um málefnið er velkomið að hafa samband við Helgu eða Bergþóru.

Samfélagsábyrgð rædd hjá EFLUFjölmargir gestir voru mættir á tengslafund sem var haldinn hjá EFLU.

Samfélagsábyrgð rædd hjá EFLUGestir á fundinum eru aðildarfélagar að Festu.

Samfélagsábyrgð rædd hjá EFLUHelga J. Bjarnadóttir frá EFLU.

Samfélagsábyrgð rædd hjá EFLUBergþóra Kristinsdóttir frá EFLU.