Samfélagsleg ábyrgð
Fyrirsagnalisti
Samfélagsleg ábyrgð og UN Global Compact sáttmáli
Samfélagsskýrsla, Global Compact UN, Samfélagsleg ábyrgð
EFLA setur umhverfismál og samfélagslega ábyrgð í öndvegi og vinnur eftir skýrri stefnu þar sem lögð er áhersla á stöðugar umbætur til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá starfseminni.
EFLA fylgir 10 grundvallarviðmiðum Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð sem lúta að mannréttindum, vinnumarkaði, umhverfi og baráttu gegn spillingu.
Samfélagsskýrsla
Samfélagsskýrsla, Sjálfbærniskýrsla
Aðild að UN Global Compact styður EFLU til áframhaldandi góðra verka á sviði umhverfis- og samfélagslegra málefna, hvort heldur sem er í innri eða ytri starfsemi fyrirtækisins. Þátttakendur að sáttmálanum gefa árlega út skýrslu, þar sem gerð er grein fyrir þeim ávinningi sem náðst hefur á árinu og lýtur að viðmiðunum sáttmálans.
Lesa meiraGrænt bókhald
Sjálfbærniskýrsla, Samfélagsskýrsla
Í grænu bókhaldi er að finna ýmsar lykiltölur sem snúa að frammistöðu EFLU í umhverfismálum. Áhersla er lögð á að skrá helstu niðurstöður í rekstri fyrirtækisins um akstur, úrgang, rafmagn, vatn, pappír og prenthylki.
EFLA hefur haldið grænt bókhald frá árinu 2005.