Nýsköpun
EFLA leggur ríka áherslu á nýsköpun og þróun lausna sem styðja við sjálfbær og snjallari samfélög.

Með fjölbreyttum rannsóknar- og þróunarverkefnum vinnur EFLA að framþróun í orkumálum, hringrásarhagkerfi, samgöngum, stafrænni þróun og loftslagsaðgerðum. Verkefnin spanna allt frá fýsileikagreiningu vetnisgasveitu og endurnýtingu úrgangs til þróunar kortalausna og snjallforrita. Í samstarfi við stofnanir, fyrirtæki og sveitarfélög nýtir EFLA sér sérfræðiþekkingu sína til að skapa hagnýtar og sjálfbærar lausnir sem bæta lífsgæði og stuðla að umhverfisvænni framtíð.

Úr skógi – Skógarafurðir á Íslandi
EFLA vann að forvali hugmynda um verðmætasköpun úr íslenskum skógum fyrir Félag skógarbænda á Suðurlandi.
Verkefnið fól í sér greiningu á úrvinnslu skógarnytja, flokkun hugmynda eftir gerð, raunhæfni og markaði, auk samráðs við sérfræðinga.
Það var unnið í samstarfi við FsS, LOGS, LHÍ og vöruhönnuðinn Björk Gunnbjörnsdóttur.
Verkefnið stuðlar að atvinnuuppbyggingu og bættri nýtingu hráefna á Suðurlandi. Þótt því sé lokið er það í sífelldri þróun.

Snjallforrit fyrir rafræna skráningu við jarðvegsrannsóknir
EFLA hefur þróað HAMAR, snjallforrit sem rafvæðir tímatöku og upplýsingaöflun við borholur og jarðvegsrannsóknir. Markmiðið er að lágmarka tvíverknað og draga úr líkum á mannlegum mistökum með sjálfvirkri gagnaöflun.
Forritið keyrir í síma og spjaldtölvum og veitir notendum einfalt og skilvirkt viðmót til að skrá gögn í rauntíma. EFLA sá um forritun og er verkefnið í stöðugri þróun til að mæta þörfum notenda.
Betri yfirsýn í jarðvegsrannsóknum
EFLA vinnur að þróun þverprófíla fyrir LN, sem veita sjónrænt mat á jarðvegsrannsóknum og auðvelda bæði hönnun og framkvæmd verkefna.
Verkefnið byggir á forritun í VBA, sem gerir kleift að vinna gögn á skilvirkan og nákvæman hátt. Þróunin er enn í gangi og mun styðja við markvissari ákvarðanatöku í jarðtæknirannsóknum.

Áburðarefni úr úrgangi laxeldis
EFLA vann að rannsókn á nýtingu laxeldisúrgangs til áburðarframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Markmiðið var að skapa sjálfbæra lausn fyrir meðhöndlun, flutning og geymslu úrgangs frá fiskeldi á landi.
Tilraunir voru framkvæmdar þar sem jarðefnum, eins og leir og vikur, var blandað við seyruna til að búa til áburðarstrimla með betri eiginleika fyrir landbúnað. EFLA sá um sýnatökur, rannsóknir og greiningar í verkefninu, sem var unnið í samstarfi við Uppbyggingarsjóð sveitarfélaga á Suðurlandi og First Water.
Verkefninu er nú lokið. Það styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra matvælaframleiðslu og minni sóun hráefna með áherslu á hringrásarhugsun.

Endurheimt votlendis á Íslandi
EFLA tók þátt í rannsókn á losun hláturgass frá framræstum mýrum á Íslandi í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ).
Verkefnið byggðist á fjögurra ára mælingum á framræstum og óframræstum mýrum í Borgarfirði til að meta áhrif framræslu á losun hláturgass.
EFLA veitti aðstoð við gagnaúrvinnslu og greinarskrif, en rannsóknin var að hluta til styrkt af LOGS.
Verkefninu er nú lokið og niðurstöður gefa mikilvægar vísbendingar um endurheimt votlendis og loftslagsaðgerðir.
Vottaðar kolefniseiningar með endurheimt kolefnis

Vetnisveita á höfuðborgarsvæðinu
EFLA vann að rannsókn á hagkvæmni þess að koma upp sameiginlegri vetnisgasveitu til að styðja við orkuskipti á Íslandi.
Verkefnið fól í sér fræðilega rannsókn á vetnisgasveitum, fýsileikagreiningu og frumkostnaðarmat á slíku veitukerfi. Markmiðið var að meta hvort slík lausn gæti stuðlað að hagkvæmari framleiðslu, flutningi og notkun vetnis.
Verkefninu er nú lokið og niðurstöðurnar veita mikilvæga innsýn í möguleika vetnis sem orkugjafa í framtíðinni.

Kolefnisspor íslenskra matvæla (KÍM)
EFLA vinnur að útreikningi á kolefnisspori íslenskra matvæla með aðferðafræði vistferilsgreiningar (LCA) í samstarfi við Matís og Háskóla Íslands.
Markmiðið er að meta umhverfisáhrif helstu matvæla á landsvísu og skapa þannig gögn fyrir markvissari aðgerðir í loftslagsmálum.
Fyrsta áfanga, sem nær til lambakjöts, nautakjöts, mjólkur og kartaflna, lýkur í apríl 2025. Unnið er að seinni áfanga um sjávarafurðir og sótt hefur verið um framhaldsstyrk fyrir fleiri matvörur.

Öflug kortavefsjá í sífelldri þróun
EFLA hefur þróað öfluga kortavefsjá, kort.eflamap.is, sem sameinar aðgangsstýrð gögn og opinber gögn í notendavænu vinnutóli. Vefsjáin nýtist til ákvarðanatöku, upplýsingaflæðis og með beiðnakerfum, með gagnauppfærslum sem birtast í rauntíma.
Verkefnið byggir á Gagnalandi, þar sem gögn eru unnin, hönnuð og birt með virkniforritun. EFLA hefur séð um forritun, hönnun og gagnavinnslu í verkefninu, sem er í sífelldri þróun.
Kortavefsjáin stuðlar að sjálfbærni, nýsköpun og endurnýtingu gagna og fellur undir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Lesa frétt um verkefnið hér.

Öruggt aðgangsstýrt viðmót fyrir landfræðileg gögn
EFLA hefur þróað öflugt viðmót, port.eflamap.is, og tól fyrir aðgangsstýringu landfræðilegra gagna í Gagnalandi. Kerfið tryggir örugga og skilvirka stjórnun gagna með notendavænni hönnun og öflugri forritun.
EFLA sá um forritun og hönnun verkefnisins, sem er nú fullklárað. Með þessu stóraukast möguleikar á öruggri gagnanotkun, sem stuðlar að betra upplýsingaöryggi og sjálfbærri nýtingu gagna.

Rafræn mastrablöð
EFLA hefur þróað rafræn mastrablöð til að auðvelda skráningu og upplýsingaöflun við masturstæði. Markmiðið er að lágmarka tvíverknað og draga úr líkum á mannlegum mistökum með stafrænum lausnum.
Verkefnið felur í sér forritun og vinnslu í QGis, sem tryggir betri yfirsýn og nákvæmari gagnaöflun. Lausnin er í stöðugri þróun til að mæta síbreytilegum þörfum notenda og auka skilvirkni í vinnslu gagna.
EFLA vann að samanburði á hefðbundnum umferðargreiningum með myndavélum og TomTom-hugbúnaði til að meta kosti og nákvæmni mismunandi greiningaraðferða.
Verkefnið fól í sér gagnagreiningu og -vinnslu á umferðartölum ákveðinna strauma á Vesturlandi. Niðurstöðurnar veita dýrmæt gögn fyrir umferðarstjórnun og skipulag.
Verkefnið var unnið með stuðningi Vegagerðarinnar og því er nú lokið.
EFLA greindi leiðarval og notkunarmynstur reiðhjóla og rafhlaupahjóla á höfuðborgarsvæðinu með því að vinna úr gögnum frá Strava og Hopp. Verkefnið fól í sér gagnagreiningu og þéttleikagreiningu í QGIS, sem veitir innsýn í ferðavenjur notenda virkra ferðamáta.
Verkefnið, sem hefur nú verið lokið, var styrkt af Vegagerðinni og styður við heimsmarkmið um bætt aðgengi að sjálfbærum samgöngutækjum.
EFLA vinnur að greiningu á því hvort birtuskilyrði hafi áhrif á fjölda slysa á óvörðum vegfarendum innan þéttbýlis. Verkefnið byggir á gagnagreiningu um sólargang, slys og veðurgögn og er unnið m.a. í Python.
Verkefnið, sem er í vinnslu, er styrkt af Vegagerðinni og styður við heimsmarkmið um fækkun umferðarslysa.
EFLA vinnur að greiningu á því hvernig veðurfræðilegir þættir hafa áhrif á fjölda hjólandi vegfarenda og hvort mismunandi veðuraðstæður breyti dreifingu hjólaumferðar yfir daginn.
Verkefnið felur í sér smíði á línulegu aðhvarfslíkani í Python, með úrvinnslu og túlkun gagna ásamt myndrænni framsetningu.
Verkefnið, sem er í vinnslu, er styrkt af Vegagerðinni og styður við heimsmarkmið um bætta og örugga sjálfbæra samgöngukosti.
EFLA vann að samantekt á fræðilegri umfjöllun um áhrif leiðigerða á umferðaröryggi við ljósastýrð gatnamót, með það að markmiði að meta við hvaða aðstæður þær henta og henta ekki.
Verkefnið byggði á gagnaleit og samskiptum við sérfræðinga á Norðurlöndum varðandi sambærilegar lausnir.
Verkefnið, sem er afstaðið, var styrkt af Vegagerðinni og styður við heimsmarkmið um fækkun alvarlegra umferðarslysa.
EFLA vann að mati á fýsileika PTV Visum Safety við umferðaröryggisgreiningar á Íslandi. Markmiðið var að spá fyrir um þróun slysa út frá breyttu skipulagi samgöngukerfisins og byggðaþróun.
Verkefnið byggði á gagnaöflun og -vinnslu þar sem umferðarlíkön voru tengd við gögn um umferðarslys og greind með Visum Safety-forritinu.
Verkefninu er lokið og var það styrkt af Vegagerðinni. Það styður við heimsmarkmið um fækkun alvarlegra umferðarslysa.
EFLA vinnur að samantekt á snjósöfnun og áhrifum hennar á umferðaröryggi með samanburði á verklagi hérlendis og erlendis.
Verkefnið felst í öflun heimilda og samráði við sérfræðinga til að veita innsýn í bestu aðferðir við snjósöfnun og skiptingu rýmis í götuþversniði.
Verkefnið, sem er í vinnslu, er styrkt af Vegagerðinni og styður við heimsmarkmið um fækkun alvarlegra umferðarslysa.
EFLA vinnur að samantekt á virkni og áhrifum vegriffla, þar á meðal notkunarmöguleikum og mismunandi útfærslum þeirra eftir vegyfirborði.
Verkefnið byggir á heimilda- og gagnaöflun með greiningu á rannsóknarefni, stöðlum og slysatíðni fyrir og eftir fræsingu vegriffla.
Verkefnið, sem er í vinnslu, er styrkt af Vegagerðinni og styður við heimsmarkmið um fækkun alvarlegra umferðarslysa.
EFLA vinnur að greiningu á slysum vegna rafhlaupahjóla með viðtölum við heilbrigðisstarfsmenn, til að meta áhrif þeirra á heilbrigðiskerfið.
Aðferðin byggir á spurningalista sem lagður er fyrir viðmælendur, með áherslu á kunnáttu og reynslu þeirra af þessum slysum.
Verkefnið, sem er í vinnslu, er styrkt af Vegagerðinni og styður við heimsmarkmið um fækkun alvarlegra umferðarslysa.
EFLA nýtti myndgreiningartækni til að greina næstum því slys á gatnamótum í Reykjavík, sem áður var aðeins hægt að kortleggja með handtalningum.
Gögn voru unnin með Miovision-hugbúnaði, þar sem ferlar og hraði ökutækja og óvarðra vegfarenda voru greindir.
Verkefninu er lokið og var það styrkt af Vegagerðinni. Það styður við heimsmarkmið um fækkun alvarlegra umferðarslysa.
EFLA vinnur að nýtingu samgöngulíkans höfuðborgarsvæðisins til að spá fyrir um losun mengunarefna frá vegaumferð og samræma útreikningsaðferðir.
Unnið er með Nortrip og Visum-hugbúnað til að greina svifryk, spá fyrir um rafbílanotkun og búa til losunarspár fram til ársins 2040.
Verkefnið, sem er í vinnslu, er styrkt af Vegagerðinni og styður við heimsmarkmið um bætt loftgæði í borgum.
EFLA greindi ferðamyndun og -dreifingu í blönduðum þéttingarreit á höfuðborgarsvæðinu til að skapa forsendur fyrir hönnun sambærilegra svæða.
Verkefnið fól í sér umferðargreiningu með Miovision-hugbúnaði, gagnaöflun og notkun ferðamyndunarjafna.
Verkefninu er nú lokið. Það var styrkt af Vegagerðinni og styður við heimsmarkmið um öruggar og sjálfbærar samgöngur.