Hlutverk

EFLA er þekkingarfyrirtæki með 50 ára sögu sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina.

Kona og maður í skrifstofurými

Hlutverk EFLU er að koma með lausnir sem stuðla að framförum hjá viðskiptavinum og efla samfélög. Því er samfélagsleg ábyrgð samofin tilgangi fyrirtækisins.

EFLA heldur í heiðri vistvæna áherslu og sjálfbærni í viðfangsefnum sínum og ber virðingu fyrir samfélagi og umhverfi. Metnaður starfsfólks liggur m.a. í að veita viðskiptavinum og samstarfsaðilum framúrskarandi þjónustu og afburða ráðgjöf. Starfsumhverfið er krefjandi þar sem ríkar kröfur eru gerðar til þróunar á nýjum aðferðum og lausnum og gegnir nýsköpun því mikilvægu hlutverki í starfseminni. EFLA heldur úti starfsstöðvum um allt land auk þess að hafa byggt upp starfsemi erlendis og náð þar fótfestu. EFLA á dóttur- og hlutdeildarfélög í fimm löndum, en auk Íslands skilgreinir fyrirtækið Noreg sem sinn heimamarkað.

Traustur rekstur er lykilatriði í starfseminni og samkvæmt ársreikningi EFLU 2023 námu rekstrartekjur fyrirtækisins, ásamt dótturfélögum, rúmlega 11 milljörðum króna og þar af voru tekjur erlendu dótturfélaganna um 15% af veltu. EFLA er hlutafélag og eru allir hluthafar starfandi í félaginu. EFLA er eitt af þeim 54 fyrirtækjum á Íslandi sem hlotið hafa viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki hvað varðar rekstur og fjárhagslega stöðu frá upphafi þeirrar viðurkenningar, árið 2010.

Lögð er áhersla á að allt starfsfólk EFLU hafi gildi fyrirtækisins að leiðarljósi í öllu sínu starfi, við ákvarðanatöku og í samskiptum við samstarfsfélaga og viðskiptavini.

Þau grundvallarviðhorf og hugmyndir sem liggja að baki fyrirtækjarmenningu EFLU endurspeglast skýrt í þremur gildum:

Hugrekki

Öll verkefni eru áskorun um að finna snjallar lausnir – hjá okkur er „allt mögulegt.“

Samvinna

Við erum samstillt og vinnum náið með viðskiptavinum að framúrskarandi árangri.

Traust

Við byggjum á öflugri þekkingu, reiðum okkur hvert á annað og stöndum við það sem við segjum.

Öll starfsemi EFLU ber þess merki að stjórnkerfi fyrirtækisins eru vottuð og byggjast á gæðastjórnun ISO 9001, umhverfisstjórnun ISO 14001 og öryggisstjórnun ISO 45001. Starfsemin er jafnlaunavottuð og hefur fyrirtækið innleitt aðferðafræði upplýsingaöryggisstaðalsins ÍST 27001.

EFLA er aðili að Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð og styðst við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í stefnumörkun fyrirtækisins. Heimsmarkmiðin eru 17 með 169 undirmarkmið og gilda til ársins 2030.

EFLA hefur forgangsraðað fjórum heimsmarkmiðum út frá stefnumiðun fyrirtækisins. Þau tengjast kjarnastarfsemi EFLU og eru samofin stefnumótun félagsins. Þessi markmið eru:

7. Sjálfbær orka

9. Nýsköpun og uppbygging

11. Sjálfbærar borgir og samfélög

12. Ábyrg neysla og framleiðsla

Jafnframt er lögð áhersla á heimsmarkmið nr. 5 - Jafnrétti kynjanna, nr. 8 - Góð atvinna og hagvöxtur og nr. 13 - Aðgerðir í loftslagsmálum.

Í takt við hraðar breytingar og þróun í samfélaginu er teymishugsun kjarninn í samvinnu og starfsumhverfi EFLU. Markmiðið er að skapa skýrari megináherslur í starfseminni, einfaldari uppbyggingu, meiri aðlögunarhæfni, spennandi starfsþróunarmöguleika og lifandi fyrirtæki.

Markaðssvið fyrirtækisins eru fjögur: byggingar, iðnaður, orka og samfélag; stoðsvið EFLU eru þrjú: mannauður, rekstur og þróun. Á landsbyggðinni eru svæðisskrifstofur EFLU á Norðurlandi, Austurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum og Suðurlandi. Um 24% starfsfólks EFLU starfar á landsbyggðinni.

Ljósmynd af Landsbankanum, nýbyggingu í miðbæ Reykjavíkur

Byggingar

EFLA hefur verið í fararbroddi við hönnun mannvirkja, bæði í nýbyggingum og við endurgerð bygginga. Vistvæn sjónarmið eru höfð að leiðarljósi og rík áhersla lögð á nýsköpun og þróun. Sérstaða EFLU felst í mikilli breidd, alhliða þekkingu og hæfni til að koma með óhefðbundnar lausnir í krefjandi verkefnum, t.d. við undirbúning, áætlanagerð, hönnun, eftirlit og verkefnastjórnun.

Vellíðan og heilsa notenda í byggingum er ætíð í forgrunni og tekur hönnunin mið af vönduðu efnisvali, loftgæðum, hljóðvist, orkunýtni og lýsingu. Ávallt er miðað að því að lágmarka umhverfisáhrif bygginga yfir líftíma þeirra til þess að minnka kolefnisfótspor og stuðla að sjálfbærni.

Automation in industry, robot

Iðnaður

Sérfræðingar EFLU hafa alþjóðlega reynslu af verkefnum og ráðgjöf í iðnaði og framleiðslu, þar með talið af stjórnkerfum, vinnsluferlum, stýringum og sjálfvirkni. Við blasir áframhaldandi hröð þróun tengd tækni og stafrænni umbreytingu og EFLA styður viðskiptavini í þeirri vegferð.

EFLA veitir fjölbreytta ráðgjöf í iðnaði til að auka skilvirkni, framleiðni, öryggi, upplýsingagjöf og gæði í vinnsluferlum og þjónustu. Einnig er til staðar yfirgripsmikil þekking á vinnsluferlum og sjálfvirknivæðingu í iðnaði og stjórnkerfum. Unnið er markvisst að þróun snjallra lausna og heildarlausna þar sem gervigreind, róbótatækni og myndgreining gegna mikilvægu hlutverki.

Steinn í árfarvegi, vatn gusast af krafti yfir steininn

Orka

EFLA veitir heildstæða ráðgjöf við undirbúning, rannsóknir, virkjun, viðhald og eftirlit á sviði endurnýjanlegrar orku sem og flutnings- og dreifikerfi raforkunnar. EFLA hefur mikla alþjóðlega reynslu af hönnun orkuflutningskerfa. Jafnframt býr starfsfólk yfir sterkri faglegri sérhæfingu í orkumálum og hefur áratuga reynslu af hagrænum greiningum og ráðgjöf á sviði orkumála og raforkukerfisins í heild.

Aðgangur að sjálfbærri orku og orkuskipti verða grundvallaratriði í framförum og hagsæld í framtíðinni og lykilþáttur í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. EFLA er leiðandi þátttakandi í þróun lausna og ráðgjafar á þessu sviði.

Lyng - og mosivaxinn steinn í náttúru

Samfélag

EFLA hefur það að markmiði að vera lykilþátttakandi í að bæta samfélagið í þeim tilgangi að auka lífsgæði, þróa mikilvæga innviði og styrkja atvinnulífið. Undirstöðuatriði framsækinna lausna byggja á sjálfbærni og opnar stafræn þróun ný tækifæri á öllum sviðum samfélagsins.

EFLA er leiðandi í sjálfbærum lausnum til að bæta samfélagið með umhverfisleg, samfélagsleg og hagræn sjónarmið að leiðarljósi. Þjónustan er fjölbreytt, hún snýr t.d. að stefnumótun í samfélagslegum viðfangsefnum, greiningum, skipulagsgerð, landslagsarkitektúr, umhverfismálum, vatns- hita- og fráveitum, vistvænum samgöngum og samgöngumannvirkjum, hamfaravörnum og öryggi samfélagsins.

Sterk innlend starfsemi

EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Á árinu 2022 voru ellefu einstaklingar í slíku teymisfyrirkomulagi innan EFLU.

Sókn erlendis

Noregur

EFLA í Noregi hefur einkum veitt sérhæfða þjónustu við háspennulínur og önnur verkefni sem lúta að dreifingu raforku en hefur um leið þróað þjónustu við aðrar greinar verkfræði. Þannig hefur EFLA komið að fjölmörgum samgöngutengdum verkefnum, svo sem hönnun og viðgerðum brúarmannvirkja, vegahönnun, jarðgöngum, jarðtækni og vatns- og fráveitumálum.

EFLA á sér langa sögu við verkfræðiráðgjöf á norska orkumarkaðinum og í iðnaði þar sem fyrirtækið hefur unnið við gerð ýmiss konar stjórnkerfa. Alls starfa um 43 manns hjá fyrirtækinu.

Svíþjóð

EFLA í Svíþjóð veitir sérhæfða þjónustu við háspennulínur og önnur verkefni sem lúta að flutningi og dreifingu raforku. EFLA hefur unnið frá Íslandi að verkefnum við orkuflutningskerfið í Svíþjóð og með stofnun EFLU í Svíþjóð vorið 2014 lagði EFLA enn frekari áherslu á þjónustu við sænska markaðinn til framtíðar.

Pólland

Dótturfyrirtæki EFLU í Póllandi tók upp nafn EFLU árið 2023. EFLA í Póllandi er staðsett í borginni Lodz og er rótgróið ráðgjafarfyrirtæki á sviði verkfræði. Þar starfa tæplega 40 manns sem vinna í nánu samstarfi við starfsfólk EFLU í öðrum löndum. Starfsstöðin sérhæfir sig í alhliða undirbúningi og hönnun raforkuflutningslína og tengivirkja. Þar með eru taldar tengistöðvar, loftlínur, jarðstrengir og ljósleiðarar ásamt háspennubúnaði. Meðal helstu viðskiptavina fyrirtækisins er PSE opinbert fyrirtæki sem á og rekur pólska raforkuflutningskerfið, og rafdreifiveitur í Póllandi.

„Starfsfólk EFLU hefur hlotið viðurkenningu fyrir sérþekkingu sína á sviði raforkuflutninga, einkum á Norðurlöndum og í Norður-Evrópu. EFLA í Póllandi er mikilvægur hluti af þjónustuframboði okkar í þessum mikilvæga geira. Áherslan á raforkuflutninga er í samræmi við það markmið EFLU að vera leiðandi í verkefnum á þessu sviði”

Sæmundur Sæmundsson

Framkvæmdarstjóri EFLU

Skotland

KSLD er lýsingarhönnunarstofa sem var stofnuð í Edinborg árið 1989 af Kevan Shaw lýsingarhönnuði. Stofan hefur byggt upp gott orðspor fyrir framúrskarandi lýsingarhönnun í næstum þrjá áratugi. Meðal verkefna stofunnar er lýsingarhönnun í söfnum, galleríum, hótelum, veitingastöðum, verslunum og sögulegum byggingum. EFLA og KSLD hafa átt samstarf um langt skeið og í nóvember 2018 varð KSLD dótturfyrirtæki EFLU. Með sameiningunni styrktist lýsingarhönnunarteymi EFLU enn frekar, en það veitir fjölbreyttar lausnir á alþjóðavettvangi. Lögð er áhersla á lýsingarhönnun sem dregur fram formáherslur mannvirkja, gæðir þau lífi og bætir sjónræna upplifun notenda. Starfsfólk lýsingarsviðs EFLU og KSLD er staðsett í Reykjavík, Edinborg og Osló.

Frakkland

HECLA SAS, sem er staðsett í París, sérhæfir sig í undirbúningi og hönnun orkuflutningsmannvirkja. Fyrirtækið var stofnað árið 2001 þegar fyrir lágu veruleg verkefni í uppbyggingu orkuflutningskerfa í Frakklandi eftir miklar skemmdir í óveðri um síðustu aldamót. Stofnendur félagsins hafa verið bakhjarlar þess alla tíð síðan og byggt á íslenskri þekkingu og reynslu við þróun þess.

Stærsti viðskiptavinur HECLA er franska landsnetið RTE. HECLA leiðir svokallaðan HEI hóp þriggja fyrirtækja, sem hafa rammasamning við RTE til ársins 2025 með mögulegri framlengingu.

Hjá HECLA starfa nú átján manns og er stefnt að markvissum vexti félagsins í samræmi við tækifærin framundan.