Mat á umhverfisáhrifum
MÁU, Umhverfisáhrif, Frummatsskýrsla, Fyrirspurn um matsskyldu, Matskylda, Matsáætlun, Tillaga að matsáætlun, Framkvæmdaleyfi, Umhverfismat
Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda (MÁU) er ferli sem notað er við að meta hugsanleg umhverfisáhrif framkvæmda á kerfisbundin hátt og draga eins og kostur er úr neikvæðum áhrifum. Þetta ferli er nauðsynlegur þáttur í undirbúningi stærri framkvæmda sem falla undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021
Umhverfismat - Sérfræðiþekking á sviði MÁU
Teymi EFLU sem vinnur að mati á umhverfisáhrifum samanstendur af fjölbreyttum hópi sérfræðinga með mikla reynslu. Sérfræðiþekking okkar nær meðal annars til sviða á vettvangi hljóðvistar, samgöngumála, sorpmála, frárennslismála, jarðvegsmengunar, vatnsgæða og grunnvatnsmengunar, loftgæða, jarðtækni, félagslegra áhrifa, ferðaþjónustu og stjórnunar náttúruauðlinda, landslags og ásýndar, gróðurs, dýralífs og fornleifa.
Auk þess leggur EFLA mikla áherslu á að vinna með helstu sérfræðingum á hverju sviði og hefur því komið sér upp öflugu tengslaneti utan stofunnar, bæði við innlenda og erlenda aðila.
Umhverfisáhrif framkvæmda
Í tengslum við lögbundið ferli við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda aðstoðar EFLA viðskiptavini við öflun nauðsynlegra leyfa fyrir framkvæmdum. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og hagkvæmar nálganir og virkt samráð við hagsmunaaðila og stofnanir.
Gæði, hlutleysi og samráð
Í vinnu við mat á umhverfisáhrifum leggur EFLA áherslu á
- Markvissa aðferðafræði
- Hlutleysi í umfjöllun
- Virkt samráð við almenning og hagsmunaaðila frá byrjun verkefnis
- Aðlögun verkefnisferla fyrir hvert verkefni fyrir sig
- Skýra og myndræna kynningu
Víðtæk reynsla af vinnu við umhverfismat
Sérfræðingar EFLU hafa unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði mats á umhverfisáhrifum framkvæmda. Dæmi um framkvæmdir:
- Samgöngumannvirki í þéttbýli
- Vegagerð í dreifbýli
- Efnistaka
- Háspennulínur og virkjanir
- Snjóflóðavarnir
- Urðunarstaðir
- Vatnsaflsvirkjanir
- Þauleldi grísa og alifugla
- Varnir gegn náttúruvá
Á meðal þjónustusviða eru
- Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda
- Ráðgjöf vegna matsskyldu
- Aðstoð við leyfisveitingar vegna framkvæmda
- Samráðsferli í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda
- Samfélagsrannsóknir, mat á áhrifum framkvæmda og áætlana á samfélagið
- Mat á áhrifum framkvæmda á landslag og ásýnd
Tengiliðir
Ragnhildur Gunnarsdóttir Umhverfisverkfræðingur Ph.D. Sími: 412 6143 / 665 6143 Netfang: ragnhildur.gunnarsdottir@efla.is
Snævarr Örn Georgsson Umhverfisverkfræðingur M.Sc. Sími: 412 6739 / 699 7914 Netfang: snaevarr.georgsson@efla.is
Verkefni sem er lokið
Efnistaka Ístaks í Stapafelli á Reykjanesi
Efnistaka ÍAV í Stapafelli, Súlum og Rauðamel
Efnistaka í Bolaöldum
Efnistaka í Seljadal
Hólsvirkjun í Fnjóskadal | Vatnsaflsvirkjun 5,5 MW
Hreinsistöð fráveitu á Akureyri
Hvammsvirkjun | Endurskoðun umhverfismats
Landmótun og stækkun Jaðarsvallar
Kröflulína 3 | 220 kV háspennulína
Kísilmálmverksmiðja á Bakka við Húsavík
Ofanflóðavarnir Norðfirði | Urðarbotn og Sniðgil
Ofanflóðavarnir í Norðfirði | Nesgil og Bakkagil
Sundabraut | 1. áfangi
Suðurlandsvegur
Vesturlandsvegur | Hólmsá
Sprengisandslína | 220kV háspennulína
Suðurlandsvegur | Hólmsá
að Hveragerði
Suðurlandsvegur
Hveragerði | Selfoss
Suðvesturlínur
Tenging Hólmsár- og Búlandsvirkjana
Tenging Hólasands og Akureyrar | Hólasandslína 3
Urðunarstaður og
efnistaka Sölvabakka
Þorlákshafnarlínur 2 og
3 | 220 kV
Þórustaðanáma | Ingólfsfjall