Iðnaðarlagnahönnun

Lagnahönnun, Iðnaður, Cadworx, Cad

EFLA hefur áralanga reynslu af hönnun í umhverfi sem býður upp á skilvirkari hönnunarvinnu, einkum við iðnaðarlagnir.

Tengiliðir

EFLA notast við CADWorx hugbúnað sem gerir það mögulegt að framleiða nákvæm þrívíddarmódel og kerfismyndir af lagnakerfum, tækjabúnaði, vinnupöllum og stálgrindum á hagkvæman hátt.

CADWorx hentar vel til gerðar smíðateikninga eða fyrirkomulagsmódela til að sjá umfang verkefnis myndrænt. Hugbúnaðurinn hentar öllum stærðum og gerðum lagnakerfa fyrir hvers konar iðnað.

Myndræn framsetning

CADWorx hentar jafnt til gerðar smíðateikninga eða fyrirkomulagsmódela til að sjá umfang verkefnis myndrænt.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Iðnaðarlagnahönnun
  • Gerð þrívíddarlíkana
  • Einfölduð teikningagerð
  • Hálfsjálfvirk vinnupallahönnun

Af hverju að nota CADWorx hjá EFLU fyrir lagnir?

Vegna þess að hönnuðir EFLU hafa áralanga reynslu í CADWorx sem styðst við gagnabanka í hönnun. Úr gagnabankanum framkallast sjálfkrafa magnskrá sem geyma hefur allar mikilvægustu upplýsingarnar sem þarf til þess:

  • Að geta búið til kostnaðaráætlanir sem standast
  • Að geta unnið að viðhaldi og pantað íhluti

Hvað gerir CADWorx hönnun sérstaka?

Hvergi annars staðar finnst hugbúnaður sem gerir notanda kleift að sjá hönnunarumhverfið í þrívídd á jafn einfaldan máta, jafnvel þótt grunnupplýsingarnar komi frá öðrum hugbúnaðarframleiðendum.

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei