Veg- og gatnalýsing

Lýsing vega, Lýsing gatna, Götulýsing, Veglýsing, Gatnalýsing, Landslagslýsing, Norðurljósamælingar, Gatnalýsingarkerfi

Lýsingarhönnun gegnir mikilvægu hlutverki í gatnahönnun og skipulagsmálum sveitarfélaga. Undanfarin ár hefur EFLA unnið fjölmörg krefjandi og áhugaverð verkefni við gatna­lýsingu, bæði innanlands og erlendis. 


Markmið EFLU er að afhenda góða og hagkvæma lýsingar­hönnun sem fellur sem best inn í landslagið, sé umhverfisvæn og lágmarki ljósmengun.

Tengiliðir


Með tilkomu hertra reglna um orkunýtingu og takmarkana á notkun þungmálma í ljósabúnaði er gert ráð fyrir því að árið 2020 muni allur lampabúnaður skila hámarksorkunýtni. Í dag er því nánast öll götulýsing hönnuð með LED ljósgjöfum.

Við hönnun gatnalýsingarkerfa þarf að taka tillit til lýsingargæða, t.d. hvað varðar litarhitastig, glýju, ljósmengun og óþarfa truflandi lýsingu. Til þess að lýsingin uppfylli reglur og staðla sem eiga við er svæðið sem verið er að vinna með sett upp í þrívíddartölvulíkan. Með tölvulíkaninu er síðan metið hvaða búnaður hentar best miðað við það ljósmagn sem þarf hverju sinni.

EFLA býður upp á ljósmælingar og úttektir á núverandi lýsingarkerfum og kemur með tillögur að endurbótum. Einnig getum við tekið að okkur að meta gæði myrkurs með mælingum, t.d. vegna norðurljósaskoðana.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Hönnun á gatnalýsingarkerfum
  • Hönnun brúarlýsingar
  • Skrautlýsing umferðarmannvirkja
  • Greining á ljósmengun
  • Ráðgjöf við deiliskipulag
  • Hagkvæmnisathugun
  • Mælingar á gæðum myrkurs
  • Umhverfisvottuð götulýsing (BREEAM)

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei